kjulliÞessi kjúklingasnitta er fjögurra stjörnu súper fæða, fær alla til að kikna í hnjánum, karlmenn fara á skeljarnar, vinkonurnar elska þig upp til stjarnanna, jólasveinninn vill gista.

Svo endar með því að rétturinn verður sparikjúlli fjölskyldunnar og þú verður kysst í kaf í hvert sinn sem þú berð hann fram.

Meinhollur kjúklingur á beyglubeði, umvafin spínati, dansandi döðlum, spriklandi eldrauðri papriku og glænýjum landnámseggjum. Þetta konsept er einfalt, en umfram allt bæði hollt og hátíðlegt.

INNIHALD

Hvítur beyglubotn, má hafa hattinn ef sýnist svo.

þunnt skorin sitróna
3 kjúklingabringur
spínat
rauð paprika
kirsuberjatómatar
hvitlauks smurostur
rautt pestó
gular baunir
döðlur
sólþurrkaðir tómatar

AÐFERÐ

Setjið bringurnar sem eru kryddaðar með salt og pipar i eldfast mót, hellið einni krukku af rauðu pestó út á pönnu.

Takið 7-10 döðlur og saxið smátt og bætið út í pestóið ásamt sólþurrkuðum tómötum sem eru líka smátt skornir.

Þetta er látið malla í sirka 5 minútur. Svo er blöndunni hellt yfir bringurnar, sem eru settar í forhitaðan ofn í sirka 30 min á 180.

Þessi dásamlegi réttur bragðast frábærlega með ísköldu rósavíni og brakandi heitu hvítlauksbrauði!