Það er fátt hollara og unaðslegra en íslensku bláberin.

Sannkölluð ofurfæða sem hægt er að nýta í margvíslega rétti en best eru þau að okkar mati í eftirréttina (og auðvitað í smoothie).

Við fundum þessa girnilegu uppskrift á vefsíðunni Freisting.is en hún er eftir Sverri Halldórsson matreiðslumeistara.

BLÁBERJA CRUMBLE

2 öskjur bláber
1 tsk sítrónusafi
2 tsk appelsínusafi
1 tsk rifinn appelsínubörkur ( bara ysta lagið )
1 tsk kanill
1,5 bolli sykur
1,5 bolli smjör
1,5 bolli hveiti
0,5 tsk salt

Aðferð

Setjið berin í form, sáldrið yfir söfunum, berkinum, kanellinum og helming af sykrinum. Hrærið smjörinu og hinum helminginum af sykrinum ásamt saltinu og til síðast hnoðið í höndunum, dreifið siðan deiginu í litlum bitum yfir óreglulega.

Setjið inn í forhitaðan ofn í 180c og bakið í 30 -35 mínútur.

Berið fram með þeyttum rjóma, sýrðum rjóma eða ís! Við lofum. Þetta slær í gegn!