practiceVið erum öll góð í einhverju og ekki jafn góð í einhverju öðru.

Ég held að allir geti verið sammála um það. Það sem mörg okkar gera er að líta á þetta sem varanlegt ástand, þegar það er í raun tímabundið.

Hvernig verður maður eiginlega betri í einhverju sem maður telur sig sökka alveg í? Já, hvernig í ósköpunum?

Eitt rétt svar.

Í rauninni er þetta ofureinföld regla, það er ekki þannig að þú fæðist svona eða hinsegin, þú ert ekki bara endalaust og alltaf léleg/ur í einhverju sem þú hefur ekki stundað. Þetta snýst allt um eina ofureinfalda gjörð:

Æfing.

Æfing.

Æfing.

Það er alveg á hreinu að ef þú sleppir að gera eitthvað af því þú sökkar í því, þá muntu að sjálfsögðu halda áfram að sökka. Þetta á við um hvað sem er;

  • Að hlaupa hratt, mikið eða lengi
  • Að vera stirð/ur
  • Að geta ekki lyft þungum hlutum
  • Að kunna ekki að elda góðan mat
  • Að tala fyrir framan fólk
  • o.s.fv.

yogachic

Það gerist ekki neitt nema þú æfir þig, nákvæmlega ekki neitt.

Ég veit að það getur verið óþægilegt að byrja að stunda eitthvað nýtt, ógnvekjandi og öðruvísi, og þér gæti fundist þú alveg hræðileg/ur. En það er samt sem áður ekkert annað en tímabundið ástand.

Hvort er þá betra, að kyngja stoltinu, byrja að æfa sig og sökka tímabundið þar til maður verður betri, eða gera ekkert í málunum?