image

Seiðandi miðjarahafs nýbökuð langloka með grænmeti og léttu kjúklingaáleggi.

Fljótleg, falleg og freistandi skammdegisloka sem fær mann til að gleyma stað og stund því unaður bragðsins tekur þig til eyjunnar fögru i miðjarðarhafinu þar sem geislar morgunsólarinnar færa þér nýsprottið mangó á silfurlituðu fati. Gerist ekki betra!

AÐFERÐ

Langloka smurð með majonesi.

Svo koma klettasalat, paprika, svartur pipar, oregano krydd og sólþurrkaðir tómatar smátt saxaðir og létt kjúklingaálegg.

Önnur umferð klettasalat, rönd af túnfiski hrærðum í mæjónes skreytt með salati og rauðri papriku. Að lokum er rönd af mangó sósu sett yfir.

Sósan

2 msk majónes
2 msk sætt sinnep
salt og pipar

Hálft ferskt mango stappað niður og hrært vel saman við. Svolitlum lime safa er bætt út í til að skerpa á bragðinu.

Njótið í góðum selskap!