Þessi hrákaka er undursamlega góð og einföld í framkvæmd.  Hún er frábær á sunnudögum, æðisleg á kósýkvöldi og fullkomin fyrir fólk sem vill borða minni sykur en samt fá sér eitthvað gott inn á milli.

scr1_brownieINNIHALD

150 gr. möndlur (líka hægt að nota blöndu af valhnetum, möndlum og peacan)
30 gr kakóduft og aftur seinna 60 gr. kakóduft
3 msk vatn
4 msk kókosmjöl
150 gr döðlur, saxaðar
4 msk hunang
1 msk appelsínusafi (eða annað bragð, t.d. minta, má líka sleppa).
4 msk möndlusmjör (eða hnetusmjör)
2 bananar

AÐFERÐ

Settu möndlur, 30 gr. kakóduft, kókosmjöl og döðlur í matvinnsluvél eða blender og þeytið saman þar til það verður allt mjög fínt saxað, bættu þá út í vatninu.

Settu yfir í ‘brownie’ form og pressaðu niður með höndunum svo að deigið verði þétt og þjappað.

Settu hunang, kakó, appelsínusafa, hnetu/möndlusmjör og banana í blenderinn aftur þar til allt er orðið að mjúkum massa. Smyrðu yfir deigið í forminu og settu svo inn í frysti.

Þegar þú finnur gotterísþörfina grípa þig skaltu krækja þér í bita af þessu gotteríi og setja svo aftur inn í frysti.

Hrákökuna má borða beint úr frysti eða láta bíða í 5-10 mínútur á borði áður en þú berð hana fram. Hún er guðdómleg á báða vegu.

Í 100 grömmum eru: hitaeiningar – 135 kolvetni 20 prótein 3.6 fita 6.5