oreo og diam muffins

Þessar súkkulaði muffins eru æðislega góðar og hitta alltaf í mark!

Þetta eru í grunninn jógúrt súkkulaði muffins og svo eru sett annarsvegar Oreo smjörkrem og hinsvegar Daim smjörkrem ofaná. Uppskrift þessi dugir í um það bil 12-16 meðalstórar muffinskökur.

INNIHALD

 • 3 egg
 • 2 bollar sykur
 • 1 skólajógúrt með jarðaberjum og súkkulaði (gula)
 • 200 gr smjörlíki brætt
 • 2 tsk vanilludropar
 • 1/2 tsk lyftiduft
 • 2 1/2 bolli hveiti
 • 150 gr suðusúkkulaði brætt

AÐFERÐ

1. Byrjað er á því að þeyta vel saman egg og sykur, þannig að blandan verði ljós og létt í sér.

2. Smjörlíkið er svo brætt ásamt suðusúkkulaðinu á vægum hita og munið að hræra vel í ( má alls ekki sjóða) , blandan rétt látið kólna og henni svo bætt saman við ásamt jógúrtinu og vanilludropnum.

3. Þurrefnin sigtuð út og hrært vel saman, forðist að blandan verði kekkjótt.

4. Því næst er blandan sett í falleg muffins form og bakað á 170 blæstri í um 20-25 mínútur.

Látið kökurnar kólna vel áður en haldið er áfram að smyrja kreminu á þær.

Screen Shot 2014-09-09 at 11.28.44

Innihald smjörkrem

 • 75-100 gr smjör látið standa á borðinu við stofuhita svo það sé mjúkt í sér
 • 250 gr flósykur
 • 1 stk eggjarauða
 • 1 msk vatn
 • 1 pakki Oreo kexpakki
 • 1 pakki af Daim súkkulaði

Aðferð:

1. Hrærið saman mjúkt smjör við vanilludropana.

2. Bætið eggjarauðunni og smá af flórsykrinum í einu saman við.

3. Happy_Cookie_FridayEf ykkur finnst kremið vera of þykkt eða stíft er gott að bæta 1 msk af vatni saman við, en það er aðallega gert til þess að þynna kremið svo að það sé meðfærilegra.

4.  Skiptið smjörkreminu í tvær skálar. Brytjið niður í sitthvora skálina annarsvegar Oreo kex (reynið að hafa þetta virkilega smátt svo að sprautustúturinn stíflist ekki) og annarsvega er Daim súkkulaði brytjað niður.

Hérna er ágætt að byrja á t.d. 6-7 stk oreo kexkökum og svo finnur maður út hversu mikið maður vill bæta við.

Eins með Daim súkkulaðið byrjið á 1-2 Daim plötum litlum og firkið ykkur áfram. Hrærið svo vel saman í hvorri skálinni fyrir sig.

5. Setjið smjörkrem í sprautupoka og veljið stút til þess að nota. Uppáhalds stúturinn minn, sem hentar einnig vel í þessar kökur vegna þess að hann er ekki of lítill er frá Wilton og hefur að geyma nr. 2D og fæst í Hagkaup og fleiri verslunum. Sprautið kreminu á kökurnar að vild.

6. Skreytið svo með því að setja Daim súkkulaði mylsnu og hálfar eða heilar Oreo kexkökur ofan á kökurnar, eins og sést hér á myndinni að ofan.

Verði ykkur að góðu! Nammi namm…*