Screen Shot 2014-09-07 at 10.37.24

Þessi dásamlega góða kaka hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér og hittir hún alltaf í mark hvort sem það er í barnafmælum eða saumaklúbbnum.

Granateplakaka er einföld kaka sem allir ættu að geta gert leikandi og kostur hennar er að hún er virkilega bragðgóð, einföld að búa til og inniheldur einungis fjögur hráefni.

INNIHALD
Screen Shot 2014-09-07 at 11.01.06

1 pakki LU kanilkex

2-3 stk Jonar gold epli

1 peli rjómi

1 stórt granatepli

Screen Shot 2014-09-07 at 11.02.16AÐFERÐ

1. Byrjað er á því að mylja kanilkexið gróflega niður í form.

2. Því næst eru eplin afhýdd og rifin niður með rifjárni og eplin lögð jafnt og þétt yfir kexið.

3. Þeytið rjómann vel og leggið hann yfir eplin.

4. Að lokum er granateplið skorið í tvennt og kjarni þess tekinn úr ( litlu rauðu berin innan í eplinu) og þau svo lögð yfir rjómann.

Best er að geyma kökuna ljúffengu í kæli í um tvær klukkustundir áður en hún er borin fram, þá fær kexbotninn að blotna vel og kakan verður sem allra best.

Verði ykkur að góðu!