[youtube width=”640″ height=”360″]https://www.youtube.com/watch?v=a45o0Zt5T0k[/youtube]

Snillingarnir hjá franska snyrtivöruhúsinu Guerlain kynda nú upp með auglýsingum fyrir nýjan ilm sem er væntanlegur á markað innan skamms.

Ilmurinn hefur fengið nafnið l’homme en auglýsingin gengur út á að hinn fullkomni karlmaður sé ekki til þó að öðru gildi um ilminn hans. Auglýsingin er skemmtileg, gaman að sjá þennan fullkomna strák sem er sætur og hress þó ekki sé meira sagt. Þetta er eflaust rétt hjá þeim, svona kappi er ekki til en það verður gaman að finna ilminn sem væri af honum… væri hann til.