1
Fimmtudagsmyndin er valin einu sinni í viku flestar vikur ársins og líkt og nafnið gefur til kynna er hún kynnt á fimmtudögum. Þær myndir sem eru valdar geta verið allt frá fjölskyldumyndum til hryllingsmynda, valið er algjörlega byggt á því í hvaða skapi ég er í þá vikuna, en allar eiga þær það sameiginlegt að vera kvikmyndir í eldra lagi sem hafa einhverra hluta vegna gleymst með árunum.

Ég sá How to Make an American Quilt fyrst þegar hún var orðin alveg nokkuð gömul en ég féll strax fyrir henni. Ég hef alltaf haft alveg sérstakt dálæti á góðum kvikmyndum um sterkar konur og þessi mynd fellur svo sannarlega í þann flokk.

How to Make an American Quilt (1995) fjallar um Finn (Winona Ryder) sem er 26 ára og er að ströggla við að skrifa lokaritgerðina sína í háskóla.

Hún á líka erfitt með að gera upp tilfinningar sínar gagnvart kærastanum sínum (Dermot Mulroney) sem er nýbúinn að biðja hennar. Svo hún ákveður að fara yfir sumarið til ömmu sinnar og frænku, bæði til að fá tíma til að hugsa um samband sitt við kærastann og til að fá efni í ritgerðina sína sem fjallar meðal annars um saumaklúbb ömmu hennar og frænku sem sauma saman bútasaumsteppi.

Aðrir þekktir leikarar:

Ellen Burstyn Requiem for a Dream, The Exorcist
Anne Bancroft
The Graduate, Antz
Maya Angelou 

Jean Simmons Spartacus, Guys and Dolls 
Rip Torn Men in Black, Dodgeball 
Johnathon Schaech That Thing You Do! 
Jared Leto Requiem for a Dream, Dallas Buyers Club 
Claire Danes Homeland, Romeo + Juliet

Þrjár ástæður fyrir því að þú VERÐUR að sjá How to Make an American Quilt:

1. Raunveruleg ást

Í kvikmyndum er ástin svo oft sett upp eins og hún sé alltaf fullkomin en við vitum öll að það er hún ekki í raun og veru. Hún er stundum subbuleg og flókin og stundum stöndum við okkur að því að gera eitthvað sem við héldum að við myndum aldrei gera, allt í nafni ástarinnar eða í þeirri von að við fáum að upplifa ást.

2

2. Tilvitnanirnar

3. Konur

Konur þurfa ekki alltaf að „kick-ass“ eða vera ofurhetjur til að vera töffarar. Konur mega líka alveg vera töffarar með því að sýna tilfinningar sínar, með því að þykja annt um fjölskylduna sína og með því að syrgja glataða ást og konurnar í þessari mynd eru svo sannarlega töffarar.

Ég er að vísu viss um að það sé líka besti parturinn 🙂

Bútasaumsteppi voru auðvitað alveg það sem innanhússhönnun snerist um hjá amerískum millistéttarfjölskyldum á tíunda áratug seinustu aldar svo það var nokkuð bókað að kvikmynd (og bókin sem myndin er gerð eftir) með þessu nafni myndi slá í gegn sama þó enginn vissi um hvað hún væri.

Myndin sjálf er hálfgert bútasaumsverk og sögur kvennanna sem hún er um eru ofnar saman með „flashback“ atriðum um hverja og eina þeirra, en hver þeirra býr yfir fallegri sögu um ástina í lífi þeirra.

Það er margt hægt að læra af þessari sögu. Bæði um vinskap og ást en það sem ég lærði aðallega af henni á sínum tíma var hvernig ég vildi ekki gera hlutina. Ég vil aldrei efast um að það sem ég sé að gera sé rétt og ég vil aldrei verða bitur, ég vil frekar vera ein en í sambandi þar sem ég fæ ekki að njóta mín og ég vil aldrei nokkurtíma særa vinkonur mínar og vona að ég komist í gegnum lífið án þess.

[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=PNIiPBsnftI[/youtube]