kaleogblager

Grænkál og bláber! Það gerist ekki ferskara – Nú er hægt að fá brakandi ferskt grænkál í flestum verslunum og bláberin höfum við sótt sjálfar upp í hlíðar landsins. 

Það er um að gera að nýta þessar afurðir vel og hvað er betra en að losna við uppsafnað vatn í líkamanum og þaninn maga með þessum ljúfu afurðum náttúrunnar?!

Settu í blenderinn:

100 gr gríska jógúrt
1 msk möndlusmjör
1/2 bolli frosin bláber
1/2 bolli frosin ananas
1 bolli grænkál
3/4 bolli vatn
1/2 tsk hrein vanilla

Blenderinn í botn og skella þessu í sig, sleikja útum og brosa. Lífið er gott!

283 hitaeiningar – 13, 4 gr prótein, 10.2 gr fita.

_________________________________________________