blaberjaogbanana

Þá er komið að berjatýnslu og berjauppskriftum… holt og hæðir full af bláberjum, lífrænum, stútfullum af andoxunarefnum og vítamínum.

blaberSannkölluð ofurfæða, beint af móður jörð. Þessi drykkur inniheldur 190 hitaeiningar sem er fullkomið fyrir millimál.

Ef þú ert að æfa líkamsrækt er ágætt að bæta smá próteini út í en þá mæli ég með pulsin eða Now sem eru hvað hreinust og braðefnalaus í þessum próteinbransa.

Þú ert í enga stund að henda þessu í blenderinn, svo bara hellirðu freyðandi fallegum drykk í glas og setur blenderinn í uppþvottavélina.

Nammi namm…

INNIHALD

  • 1 Bolli bláber
  • 1 banani
  • 1/2 bolli sojamjólk 
  • 4 klakar