TOP

UPPSKRIFT: Sykurpúðasleikjó fyrir börnin – Fljótlegt og hrikalega einfalt

image

Ert þú að fara að halda veislu og átt von a mörgum börnum? Þá er sykurpúðasleikjó algjör snilld…

Við vorum að skíra litla drengin okkar fyrir skemmstu og ég ákvað að gera eitthvað sniðugt fyrir börnin. Þetta gotterí sló heldur betur í gegn og kláraðist strax.

Þetta er mjög einfalt og það eina sem þú þarft í þetta er…

  • Sykurpúðar
  • Hvítt súkkulaði
  • kökuskraut
  • Sleikjópinnar (fást hjá alltíköku.is)

Bræddu súkkulaðið yfir vatnsbaði, stingdu sleikjópinnanum í miðjuna á sykurpúðanum, dýfðu honum ofan í súkkulaðið og láttu súkkulaðið leka vel af og svo stráiru skrautinu yfir og lætur þetta þorna og þá er þetta tilbúið.

Njótið!!

 

 

Bjarney Vigdís er mikil áhugamanneskja um allt sem viðkemur heilsu, uppeldi, eldamennsku, tísku, förðun, handavinnu, fegrun heimilisins og öðru pjatti. Hún er menntaður förðunarfræðingur og er jafnframt framúrskarandi húsfreyja sem heldur einnig úti sinu eigin bloggi. Hún býr á vesturlandi í litlum bæ ásamt manni sínum og 6 börnum.