image

Ert þú að fara að halda veislu og átt von a mörgum börnum? Þá er sykurpúðasleikjó algjör snilld…

Við vorum að skíra litla drengin okkar fyrir skemmstu og ég ákvað að gera eitthvað sniðugt fyrir börnin. Þetta gotterí sló heldur betur í gegn og kláraðist strax.

Þetta er mjög einfalt og það eina sem þú þarft í þetta er…

  • Sykurpúðar
  • Hvítt súkkulaði
  • kökuskraut
  • Sleikjópinnar (fást hjá alltíköku.is)

Bræddu súkkulaðið yfir vatnsbaði, stingdu sleikjópinnanum í miðjuna á sykurpúðanum, dýfðu honum ofan í súkkulaðið og láttu súkkulaðið leka vel af og svo stráiru skrautinu yfir og lætur þetta þorna og þá er þetta tilbúið.

Njótið!!