masterline1 copy

Jæja kæru lesendur. Þá er komið að því að við gefum ykkur eitthvað fallegt en eins og elstu lesendur muna vorum við Pjattrófur fyrstu íslensku netverjarnir til að dreifa gjöfum á góða vini á Facebook (viti menn!).

Nú langar okkur að gefa dyggum lesendum Masterline vörur en Masterline Body er ítölsk húðlína innblásin af straumum og stefnum úr snyrtivöruheiminum.

Við ætlum að gefa

  • BB krem fyrir líkamann

  • Sólarvörupakka fyrir hárið

  • Líkamsskrúbb

  • Kælandi fótagel

  • og krem sem vinnur á stinnleika húðarinnar.

Allar Masterline vörur eru án parabena, og ofnæmisprófaðar.

Screen Shot 2014-06-30 at 14.52.04

Stinnandi líkamskrem

Firming Cream frá Masterline er mjög gott krem sem tekur á virkni elastín og kollagens í húðinni sem eiga mestan þátt í að viðhalda unglegri og frísklegri húð. Eitt af innihaldsefnum kremsins er unnið úr fræjum granatepla sem hafa víðtækan lækningamátt.

Screen Shot 2014-06-30 at 14.52.24

Kornahreinsir

Kornahreinsirinn mýkir og sléttir húðina þína. Blanda sem inniheldur meðal annars ilmolíur úr myntu og sjávarsöltum. Kornakremið fjarlægir dauðar húðfrumur og gefur líkamanum silkimjúka og góða aðferð.

Screen Shot 2014-06-30 at 15.02.26

 

Sólarlínan frá Masterline

Hárið þarf vernd og á það til að þorna í miklum hita og af sjónum. Masterline Solaire verndar þig frá skaðlegum áhrifum salts, vatns, klórs og vinds. Heldur einnig litnum og rakanum í hárinu. Sjampó, næring í spreyformi og vörn fyrir hárið áður en þú ferð út í sólina.

Screen Shot 2014-06-30 at 14.51.23

BB krem fyrir hendur og fætur

Æðisleg BB krem fyrir hendur og fætur. Tveir styrkleikar, ljósa og dökka húð. BB krem fyrir andlit hafa sigrað heiminn. Masterline BB rakakremin eru fyrir hendur og fætur. Kremið smýgur hratt inn og gefur fallegan lit. Með hækkandi sól viljum við vera með jafnan lit á öllum líkamanum, ekki bara andlitinu.

Screen Shot 2014-06-30 at 14.51.50

Kælandi fótagel

Kælandi fótagel með pumpu. Undrakrem fyrir þreytta og bólgna leggi, þú finnur þreytuna líða úr þér og finnur fyrir vellíðan. Flott blanda með góðum innihaldsefnum eins og myndu og Eucalyptus. Höfum heyrt að þetta sé hið nýja „flugfreyjukremið“.

1. Smelltu þér á FB síðu Pjattrófanna – SMELLA HÉR

2. Segðu okkur hvað þig langar mest í

3. Bíddu og sjáðu hvort við töggum ekki nafnið þitt á næstu dögum

Masterline vörurnar fást í apótekum og Hagkaup.