spinatogappelssina

Það er svo gott að breyta til í hollustudrykkjunum okkar, fá smá tilbreytingu. Hér kemur einn mjög öflugur fyrir okkur.

Í selleríblöðum er mikið af A-vítamíni. Stilkarnir eru hins vegar frábær uppspretta af B1, B2, B6 og C-vítamíni, auk þess sem í þeim er mikið af kalíum, fólínsýru, kalki, magnesíum, járni, fosfór, natríum og mikið af nauðsynlegum amínósýrum. Það losnar um næringarefnin í selleríinu þegar það er notað við safagerð og þau bæta starfsemi meltingarvegarins. Hörfræolían vitum við hvað er holl og með þessu innihaldi erum við að næra líkamann á mjög góðan hátt.

Appelsínu, spínat- og sellerí þeytingur

1 appelsína
6 stilkar sellerí
1 avocado
2 handfylli af spínati
1 msk hörfræolía
Vatn eftir smekk

Allt í blandara og þeyta þar til silkimjúkt. Njóttu með góðri samvisku og finndu hvað kroppurinn verður þakklátur!