Grilled-Salmon-steak-recipe

Hvort sem hann er soðinn, grillaður í álpappír eða bakaður  í ofni, það eru ótal leiðir til að útbúa góðan lax og ekki er verra að hafa ljúffenga sósu með. 

Hér er uppskrift sem er algjörlega þess virði að prófa og sér í lagi ef þú ert þessi sem ræktar þínar eigin kryddjurtir. Fullkominn sumarréttur fyrir þau sem ekki hafa endalausa lyst á grilluðu kjöti.  Fyrir fjóra. 

  • 4 laxaflök
  • 25 g. fersk basil lauf
  • 25.g fersk mynta
  • 200 ml ólífuolía
  • 1 eggjarauða
  • 1 tsk sinnep
  • 2 msk rjómi
  • Fínt rifinn börkur og safi úr einni sítrónu
  • Aukalega: Olía, salt og malaður pipar

AÐFERÐ

1. Settu svolítið vatn í pott og láttu suðuna koma upp. Settu kryddlaufin í vatnið í 15 sekúndur. Láttu svo vatnið renna af þeim. 

2. Kreistu allt auka vatn úr laufunum með viskustykki. Láttu svo kryddjurtirnar í blender og hrærðu saman við ólífuolíuna. Láttu standa í 15 mín. 

3. Hrærðu saman í skál, eggjarauðu, sinnepi og bætti við pipar og salti. Hrærðu þetta saman þar til sósan er orðin mjúk. 

4. Bættu svo út í olíunni með kryddinu og blandaðu rólega þar til úr verður þykk og kremuð sósa, eins og mjúkt majones. Bættu þá í sítrónuberki, safa og rjómanum. Settu að lokum inn í ísskáp.

5. Settu ólífuolíu á laxinn og grillaðu á miðlungs háum hita í um 4 mín á hvorri hlið. Einnig er hægt að vefja laxinn í álpappír.

6. Berðu fram með sósunni, salati og góðu brauði!

Njótist helst utandyra í sól og góðu veðri!