Bob Marley var vatnsberi. Hvernig læknir ætli hann hefði orðið .. allavega einn sem myndi vilja bjarga heiminum.
Bob Marley var vatnsberi. Hvernig læknir ætli hann hefði orðið .. allavega einn sem myndi vilja bjarga heiminum.

Ég var fengin til að skrifa grein í Læknanemann, tímarit læknanema. Greinin er útlistun á einkennum lækna eftir því hvaða stjörnumerki þeir tilheyra.

Vatnsberinn 20. janúar – 18. febrúar

Það var að öllum líkindum vatnsberi sem stofnaði Lækna án landamæra. Vatnsberar finna hjá sér mikla þörf til að bjarga heiminum. Ofbeldi fer verulega í taugarnar á þeim en vatnsberar finna líkamlega til þegar illa er komið fram við manneskjur, dýr og náttúru. Þeir berjast líka virkilega fyrir málefnum sem eru þeim hjartfólgin. Læknar í vatnsberamerkinu hafa því mikinn áhuga á að vinna með alþjóðlegum hjálparstofnunum.

Þá eru þeir líka líklegir til að vilja prófa sig áfram með nýjar læknisaðferðir en vatnsberar eru yfirleitt á undan sínum samtíma. Þó að aðrir læknar skilji ekkert hvað þeir eru að pæla með nýjungum sínum eiga þeir bara að halda ótrauðir áfram og láta það ekki hafa áhrif á sjálfstraust sitt þó fólk virðist almennt ekki skilja þá.

Réttarlæknisfræði á vel við vatnsberann vegna þess að það er sú grein læknavísindanna sem hefur það hlutverk að aðstoða réttvísina við lausn læknisfræðilegra vandamála, sem koma fyrir lögreglu og dómsstóla.

Frægir vatnsberar: Bob Marley, Justin Timberlake og Ellen DeGeneres.

Fleiri merki væntanleg á næstu dögum ..