IMG_4072

Ég gerði smá kvöld nammi fyrir mig og aðra pjattrófu í gærkvöldi og langar að deila með ykkur súperdúper einföldu gotti sem er aðeins of gott!

IMG_4074INNIHALD

Askja af fallega rauðum jarðaberjum (gott að þefa af þeim í gegnum öskjuna í búðinni, vera viss um að þú sért með dísæt og góð ber).

Handfylli af hvítu súkkulaði.

3.tsk. Kökuskraut.

Byrjaðu á að skera jarðarberin í tvennt og taka græna hattinn af þeim, raðaðu svo berjunum á flatan disk.

skelltu hvíta súkkulaðinu inn í örbylgjuofn í 1-2 min… Eða eins lengi og það þarf til að bráðna.

Hrærðu aðeins í súkkulaðinu með gaffli. Helltu súkkulaðinu í einnota sprautupoka eða bara góðan plastpoka sem hægt er að loka og þolir smá hita, klipptu síðan smá af einu horninu á pokanum og þá ertu komin með sprautu. Sprautaðu svo súkkulaðinu yfir jarðarberin og setu svo kökuskraut yfir.

Settu þetta inn í ísskáp í þrjár mínútur … Og svo bara njóta og kjamsa.