Screen Shot 2014-05-11 at 10.38.04 PMÞessar bragðgóðu og hollu súkkulaði-trufflur tekur aðeins nokkrar mínútur að útbúa…

…Þær innihalda einungis þrjú hráefni, þar á meðal carobduft sem fæst í heilsubúðum.

Trufflurnar eru hollur kostur í stað hefðbundins súkkulaðis.

Hráefni

  • 1 bolli döðlur
  • 1/4 bolli hampfræ
  • 1 kúffull teskeið af kakódufti eða carobdufti

Aðferð

Fjarlægið steinana úr döðlunum og skerið þær niður í smáa bita.

Blandið döðlunum vandlega saman við kakóduftið eða carobduftið og hampfræin.

Hnoðið blönduna í litlar trufflur og rúllið þeim upp úr því sem þér dettur í hug, t.d. carobdufti, kanil eða Himalayan salti.

Hollt og gott nammi!

 

 

Uppskriftin og myndirnar eru fengnar að láni frá ThisRawsomeVeganLife.