krismur

Við vitum að það er draumi líkast og getur endurnært sálina að komast í gott dekur annað slagið og slaka á… en það gerði ég einmitt á dögunum á snyrtistofunni Krismu í Spönginni.

10155861_10152292562108908_915392854_nEigandi stofunnar er Kristín Guðmundsdóttir og ásamt henni starfar Magdalena Margrét Sigurðardóttir en þær eru báðar útskrifaðir snyrtifræðingar.

Snyrtistofan Krisma býður einnig upp á nudd en það er nuddarinn Gísli Rúnar Svanbergsson sem nuddar hjá þeim nokkra daga í viku.

Dekurmeðferðin sem ég fór í var andlitsbað og fótsnyrting. Vörurnar sem stelpurnar nota eru frá Académie og passað eru uppá að hver kona fái meðferð við sitt hæfi eða eftir húðgerð.

Það er óhætt að segja að andlitsbaðið hafi verið svo gott að ég steinsofnaði bara enda eru bekkirnir hjá þeim sérhannaðir með það í huga að allar konur eru ekki eins.

Við erum mismunandi í stærð og lögun þannig að allar konur ættu að geta látið fara vel um sig þegar þær leggjast á bekkinn hjá þeim, sökkva ofan í dýnuna og ná fullri slökun sem er ó svo nauðsynleg annað slagið.

Fótsnyrtingin var ekki síðri en þegar maður er alltaf á fullu í ræktinni eða öðru brasi þá er nauðsynlegt að komast í góða fótsnyrtingu sem tekur allt sigg í burtu og ekki er síðra fyrir lúna fætur að fá gott fótanudd í lokin. Elska þetta!

Mig langar að mæla með þessari flottu stofu en nánari upplýsingar um meðferðir má finna á www.krisma.is