mousse

Ef að það er eitthvað sem mér finnst gott þá er það súkkulaði!

Reglulega þá fæ ég mikla löngun í súkkulaði og sérstaklega eftir góða kvöldmáltíð. Auðvitað verður maður stundum að leyfa sér.

Súkkulaðimús er eitthvað sem hittir í mark hjá flestum og þar sem mér er rosalega annt um heilsuna og reyni að halda sælgæti i lágmarki og takmarka sykur neyslu eins mikið og ég mögulega get ákvað ég að prófa mig áfram og gera súkkulaðimús sem væri bæði holl.

Hér er uppskriftin 

  • 2 lítil þroskuð avacado (eða 1 stórt)Avocado
  • 1 1/2 mandarína
  • 1/2 banani
  • 3 tsk lífrænt kakó
  • 3 tsk agavesýróp
  • 1/4 tsk gróft sjávarsalt
  • 40 ml vatn

Allt sett í blandara og blandað vel saman, svo sett í ílát og mér finnst gott að setja þetta inn í ískáp í klukkutíma til að hafa þetta vel kalt. Þetta er fyrir 2-3.

Ég mæli með að þið prófið þetta og þetta er líka sniðugur eftirréttur! mmmm*