Þegar ég hef misst mig í brauðáti finnst mér nauðsynlegt að fá mér eitthvað létt daginn eftir eins og safa eða próteinsjeik.

Þar sem ég hef litla sem enga þolinmæði í eldhúsinu er ég mikið fyrir allt sem er einfalt, þægilegt og tekur ekki mikið meira en korter að útbúa.

Hér deili ég með ykkur einfaldri útfærslu af grænum detox-drykk sem inniheldur meðal annars spínat og engifer.

  • 1 til 2 cm engiferrót
  • Lúka af frosnu spínati
  • Sirka bolli af frosnu mangói (fer í raun eftir því hvað þú vilt hafa drykkinn þykkan)
  • 125 ml. appelsínu heilsusafi
  • 125 ml. ískalt vatn

Saxaðu eða rífðu engiferrótina. Helltu safanum og vatninu í blenderinn. Bættu því næst frosna mangóinu og spínatinu við ásamt engiferrótinni og settu blenderinn í botn.

Nú ertu komin með góðan detox-drykk á innan við 5 mínútum!