Tilbúin í daginn!
Tilbúin í daginn!

Morgunmatur er mikilvægasta máltíð dagsins. Hollur og rétt samsettur morgunmatur kemur jafnvægi á blóðsykurinn og gerir okkur kleift að byrja daginn af fullum krafti.

Uppáhalds morgunmaturinn minn þessa dagana er kaldur mangó- og hindberja hafragrautur að hætti Rikku.

Grauturinn er hollur og alveg afskaplega bragðgóður. Svei mér þá, ég gæti borið hann fram sem eftirrétt.

  • 60 g tröllahafrar
  • 1 msk Now Triple Omega fræ blanda
  • 1 msk kókosmjöl
  • 20 g frosið mangó
  • 20 g fersk eða frosin hindber
  • 100 ml möndlumjólk
  • 6 dropar hindberjastevía

Þú hellir tröllahöfrunum í sultukrukku. Bætir við fræblöndunni og kókosmjölinu og hristir saman.

Því næst blandarðu frosnu ávöxtunum saman við og hellir möndlumjólkinni út á ásamt hindberjastevíunni. Lokar krukkunni og geymir inn í ísskáp í 30-60 mínútur. Svo getur þú skreytt grautinn með t.d. jarðaberjum og bláberjum.

Það má útbúa grautinn kvöldið áður og þar sem ég er alltaf á hlaupum er afar hentugt fyrir mig að geta gripið grautinn með mér tilbúinn í krukkunni.

 Frábært að byrja daginn á köldum mangó- og hindberja hafragraut!