chiagrauturMikilvægt er að byrja daginn vel því við finnum hvað það getur haft áhrif á allan daginn t.d. ef við sofum yfir okkur eða gáfum okkur ekki tíma til þess að fá hollan morgunmat.

Þegar við æfum snemma á morgnana er gott að fá sér eitthvað mjög létt eins og glas af ávaxtasafa, wheetabix kubb með léttmjólk, 1/2 glas létt ab mjólk  eða ávöxt sem dæmi.

Mér finnst gott að hafa einn grænan fram að hádegi eftir hollan morgunmat og svo kem ég alltaf hafragrautnum fyrir yfir daginn.  Skammturinn fer svo eftir því hvað við erum að hreyfa okkur. Góð morgunstund er lykill að góðum degi!

Gamla góða hafragrautinn er hægt að gera meira spennandi með ýmsum tilfærslum; nota mismunandi ávexti og hnetur og fræ útá í hvert skipti eða prófa nýja tegund af mjólk, t.d.haframjólk og heimagerða möndlumjólk.

Svo er líka hægt að nota aðrar korntegundir eða fræ eins og hirsi, kínóa og chiafræ sem uppistöðu með höfrunum eða í stað þeirra. Hér eru tvær tillögur frá henni Sollu en möguleikarnir eru endalausir og ég hvet ykkur til að prófa ykkar eigin útfærslur af staðgóðum og spennandi morgunmat.

Kínóagrautur

1 dl kínóa
2 dl vatn
1 tsk. kanill
1 dl valhnetur og saxsaðar möndlur, eða aðrar hnetur eða fræ
1/2 dl kókosflögur, ristaðar
1 dl ber, t.d. bláber, jarðarber, krækiber eða frosin berjablanda
2 dl mjólk að eigin vali, t.d. lífræn kúamjólk, haframjólk eða heimagerð möndlumjólk (1⁄2 dl möndlur + 2 dl vatn = sett í blandara og hratið sigtað frá)
Þvoið kínóað upp úr köldu vatni, setjið það í pott ásamt kanil, hellið vatninu út í og látið suðuna koma upp og sjóðið í um 20 mín. Blandið öllu nema mjólk í skál, hellið mjólkinni yfir og njótið!

chiachiaChia grautur

1/2 dl chia fræ
1/2 dl tröllahafrar
1 msk kókosmjöl
3 dl vatn
1 tsk kanill
smá salt
Setjið allt í skál og hrærið saman, gott að láta standa yfir nótt.
Setjið 3 msk af grautnum í skál og hrærið saman við mjólk að eigin vali (t.d. möndlumjólk). Berið fram með ferskum og/eða þurrkuðum ávöxtum og uppáhalds mjólkinni ykkar.

Yndislegt að strá kakónibbum yfir.

Verði þér að góðu og njóttu dagsins!