IMG_3784

Mér finnst æðislegt að fá mér góðan ferskan safa eða smoothie og er ein af þeim sem var hoppandi kát þegar Lemon opnaði og ekki síður glöð með Joe and the jucie.

IMG_3792

Ég er týpan sem er mikið á ferðinni og það kemur fyrir að ég hef ekki tíma til að gera mér safa, boozt eða annað eins hollt og gott. Þess vegna var ég svo fegin að getað loksins fengið hollann og góðann skyndibita á ferðinni. Ég fór mikið til Köben á síðasta ári og þegar ég er þar kem ég alltaf við hjá Jóa safakarli. Einungis vegna ylliblóma, jarðaberja og banana safnaum hans sem heitir “Hell of a nerve”.

Mér fannst lengi afar svekkjandi að fá ekki ylliblómasaft á Íslandinu góða.  Já ég sagði fannst því hef fundið þetta frábæra ylliblómasaftþykkni í IKEA, flaskan kostar 595 krónur. Ég skellti mér á Joe And The Juice um daginn og ákvað að fylgjast með því hvað myndalegi drengurinn sem var að gera safann minn setti í blenderinn og hugsaði – Er þetta allt og sumt. Því einfaldara getur það ekki orðið.

Og hér ætla ég að deila með þér hvað var í þessum æðislega safa sem kostaði mig 990 krónur og svei mér þá ég er ekki frá því að þú getir keypt öll hráefnin í safann fyrir svipaða upphæð og gert hann allavega 8-10 sinnum heima hjá þér, ef ekki oftar!

IMG_3806

Það sem þú þarft er.

  • 8. frosin jarðaber meðalstór.
  • 1/3 Banana
  • 2-3 msk. Ylliblómasaft
  • 150-200 ml. Vatn

Svo er öllu blandað saman þar til allt er orðið maukað og fallega bleikt. Ég gerði svona drykk handa 1. árs guðsyni mínum um daginn og hann elskaði þetta, hann hljóp um alla íbúðina með stútglasið sitt og neitaði að láta það af hendi.

Svo er einnig gott að bæta útí þennan drykk frosnu mangó, bláberjum eða hindberjum.

NJÓTTU!