Screen Shot 2014-03-23 at 15.25.23

Á hverju ári veitir Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík afburðanemendum sem ljúka sveinsprófi með afburða árangri sérstaka viðurkenningu.

Screen Shot 2014-03-23 at 15.26.41
Nemi og meistari

Afhendinginn fór síðast fram í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur laugardaginn 1. febrúar að viðstöddu fjölmenni auk forseta Íslands, mennta, og iðnaðarráðherra og borgarstjóranum í Reykjavík.

Snyrtifræðingurinn Thelma Sif Magnúsdóttir var meðal þeirra sem hlaut þessa viðurkenningu en 20 nýsveinar úr 13 greinum fá verðlaunin ár hvert. Thelma var hinsvegar eini snyrtifræðingurinn sem hlaut verðlaun í ár.

Undir handleiðslu góðs meistara

Við vildum forvitnast aðeins um heiðurinn og þessa flottu konu sem hlaut hann. Hvað er það sem gerir snyrtifræðing afburða góðan og hvar lærði hún?

„Eftir að hafa lokið hefðbundnu námi í Snyrtiakademíunni var ég svo heppin að komast á samning hjá Ernu Gísladóttur á snyrtistofunni Garðatorgi. Þar vann ég í tíu mánuði við hlið frábærra snyrtifræðinga sem leiðbeindu mér vel,“ segir Thelma.  „Á snyrtistofunni Garðatorgi er alltaf að mikið að gera og því hlaut ég mikla og góða reynslu af fjölbreytninni sem stofan býður uppá.“

Screen Shot 2014-03-23 at 15.25.48

Í maí 2013 fór Thelma því mjög vel undirbúin í sveinsprófið en því lauk hún með afburða árangri. Í febrúrar síðastliðnum var henni svo, ásamt nýsveinum úr öðrum greinum, veitt viðurkenning fyrir sérstaklega vel útfært sveinspróf á árinu.

Sem fyrr segir er það Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík sem veitir þessa viðurkenningu en verðlaunahátíðin er haldin til heiðurs iðngreinum og nýsveinum sem lokið hafa sveinsprófi með afburða árangri.

Einnig hlaut Erna Gísladóttir, meistari og eigandi Snyrtistofunnar á Garðatorgi sérstaka viðurkenningu, en meisturum nýsveinana er jafnframt veitt viðurkenning fyrir faglega leiðsögn iðnsveinsins á samningstíma.

Rekur nú snyrtistofuna Sif fyrir norðan

Í dag á og rekur Thelma snyrtistofuna Sif á Sauðárkróki en hana opnaði Thelma í september síðastliðnum.

„Ég get þakkað Ernu og stelpunum á snyrtistofunni Garðatorgi fyrir alla hvatninguna og aðstoðina við opnunina en Erna og tveir aðrir snyrtifræðingar, Steinunn og Erla, komu norður til að vera með mér á opnuninni. Snyrtistofan gengur vel og hefur fengið mjög góðar móttökur. Að fordæmi snyrtistofunnar á Garðatorgi hef ég boðið uppá fjölbreyttar meðferðir og komið með ýmsar nýungar á Sauðárkrók. Þetta hefur gefist mjög vel enda er alltaf nóg að gera,“ segir þessi flotti snyrtifræðingur að lokum.