cameron_diaz_03282014_3

Leikkonan Cameron Diaz hefur heldur betur slegið í gegn undanfarið eftir að bókin hennar „The Body Book“ kom út.

Í viðtali við tímaritið Glamour talar Cameron um hvernig konur hafa samskipti við hvor aðra. Sjálf segist hún elska konur og trúi alls ekki á öfundsýki gagnvart öðrum konum sem gengur vel eða bara yfir höfuð. Cameron segir að foreldrar hennar hafi sagt henni að það skipti engu máli hvar hver væri stödd í heiminum eða hversu vel henni gengi í lífinu, það væri hennar velgengni sem hún hefði unnið fyrir sjálf.

cameron_diaz_03282014_2

Foreldrar hennar sögðu einnig að það eina sem hún gæti gert væri að gera sitt allra besta -ALLTAF, það væri mjög mikilvægt og að hún skapi sjálf sína velgengni. Hver er sinnar gæfu smiður semsagt. Cameron finnst konur afar fallegar og að hennar mati hafa konur laðast að hvor annari einhverntímann á lífsleiðinni, það sé fullkomlega eðlilegt að tengjast annari konu og dást að fegurð hennar.

cameron_diaz_03282014_1

Cameron segist einnig ekki hafa neina þolinmæði gangvart karlmönnum sem séu dónalegir, það og of mikill rakspíri sé mjög fráhrindandi!