IMG_4527

Laugardagar eru til þess að njóta og gera vel við sig. Þess vegna lagaði ég mér ekki hinn hefðbundna kaffibolla í morgun. Ó, nei. Ég bauð sjálfri mér upp á svellkaldan Frappuccino og naut mín í botn.

Vanilla Mocha Frappuccino:
1 væn matskeið af skyndikaffi
1 og 1/2 bolli vatn
Hrært saman og sett í ílát sem má frysta og geymt í frysti í að minnsta kosti 4 tíma. Helst þó yfir nótt. Ég mæli með því að frysta kaffið bara eins og klaka, þá er auðvelt að ná því úr og betra að setja það í blandarann.
Það má auðvitað líka laga bara sterkt kaffi og frysta einn og hálfan bolla sirka. Að nota skyndikaffi er ekkert heilagt. Þegar kaffið er frosið og fínt fer eftirfarandi saman í blandara, matvinnsluvél, töfrasprota eða hvað sem þú kýst að notast við:
Frosið kaffi
1/2 bolli léttmjólk
3 teskeiðar vanilla extract (ég notaði sykurlaust vanillusýróp)
1 teskeið bökunarkakó
1 teskeið sykur
IMG_4523
Allt að verða klárt fyrir töfrasprotann. Hérna sést einnig sýrópið sem ég notaði. Það fæst út um allt, Krónunni, Hagkaup og á ýmsum kaffihúsum.
IMG_4529

Svona, nákvæmlega svona eiga laugardagsmorgnar að vera. Mæli með því að þú prófir – þetta er einfalt, fljótlegt og hrikalega ljúffengt.

(Uppskriftin kemur héðan).