herbergi

Átta útskrifaðir hönnuðir úr Listaháskólanum munu endurhanna hótelherbergi á Fosshótel Lind.

Útskrifaðir hönnuðir úr Listaháskólanum munu á næstu vikum etja kappi í hönnarnarsamkeppni þar sem þau munu umbreyta hótelherbergjum á Fosshótel Lind í Reykjavík.

 

Elma Dís hótelstýra leggur hér línurnar.
Elma Dís hótelstýra leggur hér línurnar.

Samskonar keppni var haldin fyrir nokkrum árum en þá fengu þrjú herbergi yfirhalningu og hafa þau vakið mikla athygli hótelgesta.

Sérstök dómnefnd mun dæma hönnun keppenda en fjögur tveggja manna lið munu vinna að endurhönnum á fjórum herbergjum. Almenningi mun einnig gefast kostur á að velja sitt uppáhalds hönnunarherbergi bæði á netinu og á staðnum. Hægt verður að fylgjast með framgangi keppninnar og kjósa sitt uppáhaldsherbergi á Facebooksíðu Fosshótela frá og með 27. mars nk en fullbúin herbergi verða til sýnis hönnunarmars helgina þann 28. – 30. Mars.

Keppendum er frjálst að kaupa efni og húsgögn þar sem þau  kjósa ásamt því að eiga inneignir hjá samstarfsaðilum verkefnisins en hverju liði er gert að halda sig ákveðins ramma. Þema keppninnar er Ísland og dómnefnd skipa Björn Skaptason Arkitekt, Davíð T Ólafsson Framkvæmdarstjóri Íslandshótela og Greipur Gíslasson verkefnastjóri Hönnunar mars.

Fjöldi fyrirtækja gefur vinninga til keppanda, Síminn gefur til dæmis tvo síma fyrir vinningsteymið, Opin Kerfi gefa inneign fyrir 40.000 kr., H:N Markaðssamskipti gefa ráðgjöf í 10 klst. fyrir vinningsteymið og Íslandshótel gefur gistingu, mat og spa. Hvert herbergi fær svo styrki sem eru 50.000.-kr visakort frá Íslandshótelum, 50.000.-kr gjafabréf frá Ikea, 25.000.-kr gjafabréf frá Textílprentun Íslands, 20.000.-kr gjafabréf frá Slippfélaginu og 15.000.-kr gjafabréf frá Vogue.

Áhugasamar geta fylgst með og fengið nánari upplýsingar á síðunni Hönnunarherbergið. Þetta verður eins og raunveruleikaþáttur, nema ekki í sjónvarpi.