Íslendingar borða of lítið af fisk sem við ættum einmitt að gera meira af!

Hér er mjög einföld uppskrift að góðum fiskrétti sem hentar vel þeim sem vilja hugsa um heilsuna, kroppinn og fá góða næringu í leiðinni. Hvað er betra?

  • 500 gr ýsa eða þorskurpesto-cod
  • 1 tsk salt
  • 1-2 tsk eðalkrydd frá Pottagöldrum
  • 1 msk góð olía
  • 1 rauð paprika
  • 1 gul paprika
  • 1/2 brokkolí haus
  • 1 askja cherry tómata
  • 2 msk mosarella ostur

Olía í eldfast mót.  Fiski raðað í mótið, saltað og kryddað. Paprika og brokkolí skorið niður smátt og steikt smá stund á pönnu, ásamt 1/2 dl vatni svo það brenni ekki við og látið malla í 4-5 mín. Grænmeti hellt yfir fiskinn ásamt vökva sem hefur myndast. Ostur og tómatar sett yfir og inní 190°ofn í sirka 10 mín.

Borið fram með kotasælu, grænu salati og brosi á vör í góðum félagsskap!