AvocadoTunaSalad-025

Þessa flottu uppskrift að túnfiskssalati fann ég hjá Eldhússögum. Skelltu í eina svona og borðaðu í hádeginu á morgun eða útbúðu góða samloku.  

Stútfullt af hollri næringu og góðu próteini fyrir kroppinn. Líka frábært með hrökkbrauði á milli mála!

1 dós túnfiskur í vatni
1-2 lárperur (avókadó)
1/2 lítill rauðlaukur
1 stór dós kotasæla
ferskt kóríander
salt og pipar
1/2 rautt chili (má sleppa)

Avókadó er skorið í fremur litla bita. Rauðlaukur saxaður mjög smátt. Kóríander saxað fremur smátt. Ef notaður er chili er hann fræhreinsaður og saxaður mjög smátt. Öllu blandað vel saman. Gott að setja á gróft hrökkbrauð með t.d. tómatsneiðum og/eða káli eða bara eitt og sér. Salatið geymist í boxi með vel þéttu loki í minnst 2-3 daga.