Mánuður: mars 2014

Fyrir beikonelskendur – Af því beikon er gott

Ég elska beikon. Elska það, elska og elska. Mín vegna mætti vera beikon með öllum mat. Þú manst kannski eftir þessari uppskrift af krydduðu karamellubeikonpoppi sem ég deildi hérna fyrir stuttu. Ég á líka varasalva með beikonbragði. Eins ætla ég að prófa að baka súkkulaðibitakökur með beikonkurli fljótlega. Ljómandi góði beikonvarasalvinn minn. Ég keypti hann í …

Fyrir beikonelskendur – Af því beikon er gott Lesa færslu »

HEIMILI: Dökkir veggir setja sannarlega sinn svip á heimilið

Þegar kemur að því að velja liti fyrir veggi heimilisins á fólk það til að mála allt hvítt. Bara svona til að vera örugg og gera engin litamistök. Oft kemur það betur út fyrir heildina að fá smá litatón inn í rýmið. Smella lit á einn af stofuveggjunum, eldhúsið, forstofuna eða það sem kemur sérstaklega vel …

HEIMILI: Dökkir veggir setja sannarlega sinn svip á heimilið Lesa færslu »

RFF: Farmers Market – þjóðlegt og smart

Farmers Market var fyrsta sýning laugardagsins á Reykjavík Fashion Festival. Sýningin var öll hin glæsilegasta, þjóðleg og eilítið sveitaleg í takt við fatalínuna sem sýnd var. Línan bar heitið Sunnudagur og í bakgrunn var sjarmerandi kirkja. Í upphafi og enda sýningar glumdu kirkjuklukkur en meðan fyrirsæturnar gengu hægum skrefum eftir pallinum ómaði lifandi tónlist undir …

RFF: Farmers Market – þjóðlegt og smart Lesa færslu »

Gwyneth Paltrow (41): Tjáir sig um skilnaðinn á blogginu sínu

Leikkonan Gwyneth Paltrow og söngvarinn Chris Martin hafa ákveðið að skilja eins og flestir slúðurfréttaáhugamenn ættu að vita… … Færri hafa komist að því að leikkonan notar heimasíðu sína www.goop.com til að tala um tilfinningar sínar. Í færslu á síðunni segir Gwyneth að þau Chris séu afar þakklát fyrir þann stuðning sem þau hafa fengið frá …

Gwyneth Paltrow (41): Tjáir sig um skilnaðinn á blogginu sínu Lesa færslu »

TÍSKA: 12 Hugmyndir að fallegum sumarkjólum

Nú er vorið búið að stimpla sig inn og þess vegna ekkert því til fyrirstöðu að huga að sumarklæðnaðinum. Inn í geymslu með flestar kósýpeysur og krossa fingur um að þetta sumar verði eintóm sólarsæla. Þegar þessi tími gengur í garð finnst mér gaman að klæðast skemmtilegum flíkum og þar á meðal kjólum; litríkum og …

TÍSKA: 12 Hugmyndir að fallegum sumarkjólum Lesa færslu »

Cameron Diaz (41): Elskar konur og trúir ekki á öfundsýki

Leikkonan Cameron Diaz hefur heldur betur slegið í gegn undanfarið eftir að bókin hennar “The Body Book” kom út. Í viðtali við tímaritið Glamour talar Cameron um hvernig konur hafa samskipti við hvor aðra. Sjálf segist hún elska konur og trúi alls ekki á öfundsýki gagnvart öðrum konum sem gengur vel eða bara yfir höfuð. …

Cameron Diaz (41): Elskar konur og trúir ekki á öfundsýki Lesa færslu »

Leikhús: Heimsfrægur prins í Kúlunni, barnaleikhúsi Þjóðleikhússins

Laugardaginn 5. apríl frumsýnir Þjóðleikhúsið leikritið Litli prinsinn eftir Antoine de Saint-Exupéry í leikgerð og leikstjórn Stefáns Halls Stefánssonar en verkið verður sýnt í Kúlunni. Litli prinsinn er eitt ástsælasta bókmenntaverk síðustu aldar, en bókin kom fyrst úr árið 1943 í Frakklandi.  Síðan þá hefur Litli prinsinn farið sigurför um heiminn en verkið hefur verið þýtt …

Leikhús: Heimsfrægur prins í Kúlunni, barnaleikhúsi Þjóðleikhússins Lesa færslu »

Drykkir: Vanilla Mocha Frappuccino fyrir sælkera á laugardagsmorgnum

Laugardagar eru til þess að njóta og gera vel við sig. Þess vegna lagaði ég mér ekki hinn hefðbundna kaffibolla í morgun. Ó, nei. Ég bauð sjálfri mér upp á svellkaldan Frappuccino og naut mín í botn. Vanilla Mocha Frappuccino: 1 væn matskeið af skyndikaffi 1 og 1/2 bolli vatn Hrært saman og sett í ílát …

Drykkir: Vanilla Mocha Frappuccino fyrir sælkera á laugardagsmorgnum Lesa færslu »

HönnunarMars: Dagpassar uppseldir á RFF, tískusýning Hildar Yeoman í kvöld og fleira

Nú í dag er annar dagur HönnunarMars og Reykjavík Fashion Festival og þær fréttir voru að berast að dagpassar á RFF væru uppseldir. Það er þó ekki öll von úti fyrir tískuunnendur sem eru í seinna lagi að næla sér í miða, því enn eru örfáir miðar til á stakar sýningar. Í gær var Reykjavík …

HönnunarMars: Dagpassar uppseldir á RFF, tískusýning Hildar Yeoman í kvöld og fleira Lesa færslu »

Annie Mist Þórisdóttir – Grjóthörð í Bandaríska Vogue!

Íþróttahetjan Annie Mist Þórisdóttir er hreint út sagt grjóthörð í nýjasta hefti Bandaríska Vogue en hún virðist hafa náð að heilla nöfnu sína Wintour. „Þegar ég heyrði að Vogue hefðu áhuga á að fjalla um mig leitaði ég á Google hvort að það væri íþróttadálkur í blaðinu. Ég var svo spennt þegar það rann upp fyrir að …

Annie Mist Þórisdóttir – Grjóthörð í Bandaríska Vogue! Lesa færslu »

Hvaða herbergi finnst þér flottast? Gisting í boði fyrir heppið par

Um daginn sögðum við frá hönnunarkeppni Fosshótelanna þar sem fjögur lið skipuð útskrifuðum hönnuðum kepptust við að gera flottasta hótelherbergið. Nú eru herbergin tilbúin og komið er að kosningunni um vinsælasta herbergið. Hvaða herbergi finnst þér flottast? Einn heppinn aðili, sem kýs sitt uppáhaldsherbergi, fær að launum gjafabréf frá Fosshótelum, gistingu fyrir tvo með morgunverði.  Smelltu …

Hvaða herbergi finnst þér flottast? Gisting í boði fyrir heppið par Lesa færslu »

HEIMILI: Nú styttist í sumarið – Búðu til fallega aðstöðu á svölunum

Þar sem það er nú aðeins mánuður eftir af vetrinum er við hæfi að smella í eina sumarfærslu Sumarið er stutt hjá okkur Íslendingum það vitum við öll. En þá er líka um að gera að nýta það sem best og skapa huggulega sumarstemmningu í kringum okkur. Nú er rétti tíminn til að taka til …

HEIMILI: Nú styttist í sumarið – Búðu til fallega aðstöðu á svölunum Lesa færslu »

21 útgáfa af paradís á jörð – Myndir!

Nýlega var mér send slóð sem vísaði á 21 hótel héðan og þaðan úr heiminum sem eiga það sameiginlegt að vera mögnuð. Ég er eiginlega orðlaus yfir þessari fegurð og hugmyndarflugi hönnuða. Neðjarsjávarhótel, hellir, plast/glerkúla .. Ég er gjörsamlega gáttuð og orðlaus. Ef að ég ætti að lísa fyrir þér  hvernig mitt himnaríki lítur út þá …

21 útgáfa af paradís á jörð – Myndir! Lesa færslu »

Bækur: Skrifað í stjörnurnar – “Maður getur ekki hætt”

Skrifað í stjörnurnar eftir John Green er í flokki bóka sem kallast á ensku „young adult“ eða unglingasögur. Þetta er ein af þessum ljúfsáru bókum sem unun er að lesa. Ég hló og flissaði og nokkrum síðum seinna fékk ég kökk í hálsinn og tár í augun. Þetta er ein af þessum bókum sem er …

Bækur: Skrifað í stjörnurnar – “Maður getur ekki hætt” Lesa færslu »

Fimmtudagsmyndin: Muriel’s Wedding – Fyndnir draumar um Abba og hjónaband

Árið 1994 er mér sérstaklega minnisstætt þar sem ég stundaði Háskólabíó grimmt á því ári og byrjaði þá fyrst að fara á “fullorðinsmyndir” sem mér fannst á þeim tíma bara það merkilegasta við það að verða eldri. Ég man ennþá eftir öllu “hæpinu” sem varð til í kringum Muriel’s Wedding, það urðu bara allir að …

Fimmtudagsmyndin: Muriel’s Wedding – Fyndnir draumar um Abba og hjónaband Lesa færslu »