hummus

 

Hummus er verulega góður réttur frá mið-austurlöndum sem gjarna er borin fram með pítubrauði eða skornu grænmeti.

Þetta er ekki flókið, þú skellir bara öllu í matvinnsluvél og notar svo sem meðlæti eða álegg.

  • 300 g, 1 dós niðursoðnar lífrænar kjúklingabaunir frá Sollu
  • 1 hvítlauksrif, ég nota heilan hvítlauk úr “körfunni”
  • ½ búnt steinselja, söxuð
  • 2 msk hvítt tahini
  • ½ dl sítrónusafi
  • ½ tsk salt
  • ½ tsk cumin
  • Cayennepipar á hnífsoddi

Kjúklingabaunir, hvítlaukur og steinselja í matvinnsluvél. Tahini, sítrónusafa og salti bætt út ásamt kryddi og unnið þar til silkimjúkt.

Geymist í viku í ísskáp og hægt að borða með allskonar mat.