IMG_2714

Þarna sérðu glitta í Oreokex já. Poppkorn. Og vænt magn af hvítu súkkulaði.

IMG_2675

 

IMG_2679

 Ekki nema þrjú innihaldsefni:

1. Full skál af poppi
2. Hvítir súkkulaðidropar
3. Mulið Oreokex
IMG_2682
Ég væri til í að leggjast í baðkar fullt af muldu Oreoi. Með rauðvín. Og bók. Og Simon Cowell. Nei, Bill Spencer úr Glæstum vonum. Já, höfum það Bill. Namm.
IMG_2684
Ofnplata er klædd bökunarpappír og poppkornið fer þar á.
IMG_2694
Hvíta súkkulaðið er brætt í örbylgjuofni og því svo slett yfir poppið. Fram og tilbaka. Og ein skeið í munninn að sjálfsögðu.
IMG_2712
Ég er 28 ára og sleiki ennþá eldhúsílát ef þau hafa innihaldið eitthvað gott. Líkt og bráðið hvítt súkkulaði.
IMG_2701
Kexmulningurinn fer út á strax á eftir súkkulaðinu og öllu er hrært vel saman.
IMG_2703
Þetta þarf síðan að dvelja í ísskáp í góðar 40 mínútur fyrir neyslu. Þetta voru mögulega erfiðustu 40 mínútur lífs míns.
IMG_2713

IMG_2718

Guðdómlega gott!!