Þegar ég sá “A Life Less Ordinary” fyrst er ég ekki viss um hvort ég hafi orðið ástfangin af myndinni sjálfri, af Ewan McGregor eða af skyrtunni hans.

Ég var með þessa mynd hér að ofan upp í loftinu hjá mér í A4 stærð beint fyrir ofan rúmið mitt innan um allar Leonardo DiCaprio myndirnar, já ég veit smá krípí “fangirl-ing” en hey þetta er Ewan McGregor og það er margsannað vísindalega að hann er ekkert venjulega heitur!

Svo ótrúlega fallegt par.

“A Life Less Ordinary” (1997) er fyrsta myndin í þessum stíl sem ég hef séð sem mér líkaði vel við og aftur veit ég ekki hvort það hafi verið myndin sjálf, Ewan McGregor eða skyrtan hans sem gerði það að verkum (mig dreymdi næstum jafnmarga dagdrauma um þessa skollans skyrtu eins og um Ewan og vissi fátt flottara).

Myndin fjallar um englana O’Reilly (Holly Hunter) og Jackson (Delroy Lindo) en þeirra hlutverk er að fara til jarðar og gera mannfólkið ástfangið. Myndin byrjar þegar á því að þau eru send til jarðar af Gabriel (Dan Hedaya) sem segir þeim að ef þau nái ekki að gera næsta par ástfangið þá fái þau ekki að koma aftur til baka til himna.

Það gerir verk þeirra ekki auðveldara að parið sem þau fá úthlutað er fremur ólíklegt, ræstitæknirinn Robert (Ewan McGregor) og hin dekraða Celine (Cameron Diaz) sem er dóttir Hr. Naville (Ian Holm) sem er eigandi fyrirtækisins sem Robert vinnur fyrir.  O’Reilly og Jackson ná að láta leiðir Roberts og Celine saman þrátt fyrir erfiðar aðstæður  og úr verður nokkuð litrík atburðarrás.

Aðrir þekktir sem hægt er að koma auga á í myndinni eru Stanley Tucci (Hunger Games, The Devil Wears Prada), Tony Shaloub (Monk) og Timothy Olyphant (Live Free Die Hard, The Mindy Project).

Þrjár ástæður fyrir því að þú VERÐUR að sjá “A Life Less Ordinary”:

1. Auðvitað frábæra skyrtan:

2. Dúett Ewans og Cameron á “Beyond the Sea”. Ewan fékk nú greinilega meiri söngþjálfun fyrir Moulin Rouge! En hann er bara svo sætur með hárið svona greitt aftur…ef það lúkk hefði verið púllað með skyrtunni hefði ég líkalega brunnið yfir þarna í “gamla daga”.

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=Eyw-DgCIIo0[/youtube]

3. Og húmorinn…

1617182021

222324

A Life Less Ordinary er verk sama teymis og gerði Trainspotting. Þó að ég fíli A Life Less Ordinary þá er hún engin Trainspotting og það er líklega ástæðan fyrir því að fólk batt miklar vonir við hana og urðu svo fyrir vonbrigðum. En myndin fékk frekar blandaða dóma og oftast í verri kantinum. En hún er góð þrátt fyrir að hún sé engin Trainspotting, hún hallast nær “mainstream” kvikmyndum á vissan hátt en sker sig samt út á annann og ef þú fílar svartan og kaldhæðin húmor þá er ótrúlega marga brandara að finna í henni, en það þarf smá að leita að þeim því oft eru þeir búnir áður en maður áttar sig á því að eitthvað fyndið hafi verið í gangi!

Það er fyndið hvernig stjörnurnar verða oft betri með aldrinum því bæði Ewan McGregor og Cameron Diaz líta mun betur út í dag heldur en þau gerðu í þessari mynd! En þau eru samt bæði mega krúttleg!

25

Ewan með upprunalegu tennurnar og líklega ljótasta hár í heimi!

Ewan kominn með mun betri tennur, búinn að láta taka fæðingarblettinn af enninnu og með frábært hár!

27

When bad hair happens to good people….

Fyndið hvað klipping getur breytt miklu því fyrir utan hana er Cameron kannski ekki það ólík sér eins og hún var árið ’97!

A Life Less Ordinary er fullkomin fyrir fólk sem fílar smá öðruvísi myndir og svartan húmor og ég mæli með því að sem flestir skelli henni í tækið til að fá smá nostalgíukast um helgina!

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=k6K5q72jy9c[/youtube]