IMG_8749

Ó, almáttugur. Mér er eiginlega orða vant – þessi kaka. Guð hjálpi mér! Ég og afkvæmi mitt liggjum hérna emjandi af ofáti. En hætti ég að borða? Nei.

Ég skokka inn í eldhús hvað eftir annað til þess að ná mér í örlítinn bita. Bara smá flís í viðbót. Ég er auðvitað að ljúga þegar ég segi skokka. Ég skokka að sjálfsögðu ekki eitt né neitt. Ef ég held áfram að hakka þessa bölvuðu köku í mig má líklega rúlla mér milli staða fljótlega.

En snúum okkur að aðalmálinu. Uppskriftinni að bestu köku í heimi.

IMG_8676

Slutty Brownies:

1 pakki af Betty Crocker Chocolate Chip Cookie Mix

1 pakki af Betty Crocker Chocolate Fudge Brownie Mix

2 pakkar af Oreokexi

Egg

Olía

Vatn

IMG_8691

Mmm …

IMG_8694

Fyrst skal búa til súkkulaðibitakökudeigið – bara samkvæmt fyrirmælum á kassanum (það er betra að bæta við auka matskeið af bæði vatni og olíu svo að deigið verði blautara). Setjið bökunarpappír í eldfast mót og fletjið deigið út í botninn á því.

IMG_8698

Oreokexið fer þar ofan á.

IMG_8687

Þegar búið er að raða kexinu er ágætt að taka sér smá pásu – hakka í sig afganginn af Oreoinu og taka myndir af fína naglalakkinu sínu.

Að lokinni pásu má hefjast handa við að hræra Browniemixið – einnig samkvæmt fyrirmælum á kassa.

IMG_8708

 

IMG_8712

Því er síðan hellt yfir Oreoið og smurt vel og vandlega yfir allt. Þessu er svo smellt inn í heitan ofn á 180° og látið bakast í ca. 25 mínútur.

IMG_8718

Pása númer tvö. Það er bara svo fjári erfitt að baka.IMG_8735

Þegar kakan hefur loksins kólnað er henni kippt úr eldfasta mótinu. Svo má skera og borða. Borða, borða og borða.

IMG_8745

IMG_8747

 

Óóóó.

Fleiri orð um þessa köku eru óþörf.

Bakið hana og borðið.

Lífið er stutt.