Screen Shot 2014-02-03 at 11.31.36

Saltfiskpizza… er það ekki eitthvað? Framandi, skemmtilegt og æðislegt með góðu hvítu…

Screen Shot 2014-02-03 at 11.31.26

Uppskriftina fengum við frá Brynjari Frey Steingrímsyni matgæðingi og yfirbakara á Primo Ristorante, nýja ítalska staðnum á Grensásvegi en þess má geta að það er líka hægt að nota kalkún eða humar  á pizzuna.

Deig

 • 2 dl. volgt vatn
 • 2 tsk. sykur
 • 0,5 bréf þurrger
 • 1 tsk. salt
 • 1 msk. olía
 • 5 dl. hveiti

Ylvolgt vatn sett í skál með sykrinum og gerinu, hrært þar til að þurrefnin eru leyst upp.  Bætið við saltinu og olíunni og svo loks hveitinu.  Hnoðið deigið þar til yfirborðið er orðið nokkuð slétt.

Skiptið deiginu í tvo hluta (250-290 gr.) og hnoðið hvora um sig í kúlu og setið beint inn á kæli með rökum klút yfir.  Eftir um 1-2 klukkutíma eru kúlurnar orðnar kaldar í gegn og tilbúnar til meðhöndlunar (þó er betra að bíða lengur og jafnvel í heilan sólarhring).

Fletjið degið út annað hvort með höndunum einum eða með gamla góða kökukeflinu.  Setjið svo pizza-botnin á smjörpappír og svo í ofnskúffuna.

Dreifið sósunni á botnin og svo ostinn (t.d.ferskur mozzarella eða rífið niður afgangs ost úr ísskápnum) og næst setjum við áleggið sem getur verið nánast hvað sem er úr eldhúsinu og er því tilvalið að hreinsa úr kælinum.

 •         Kalkúnn eða humar
 •         Ólífur
 •         Smátómatar
 •         Ferskur mozzarella
 •         Furuhnetur

Svo mæli ég með að hafa góða jómfrúarolíu við höndina meðan snætt er.  Verði ykkur að góðu.