IMG_4356

Þið lásuð rétt. Karamella. Beikon. Poppkorn. Þetta er stórkostlega undarlegt. Ég játa. En bragðið – almáttugur. Ég myndi alveg setjast í fullt baðkar af þessari dýrð. Með Bubba helst. Auðvitað.

Kryddað karamellubeikonpopp
 
5-6 beikonsneiðar.
Einn poki Stjörnupopp. Eða poki af örbylgjupoppi. Eða venjulegu.
1 og 1/2 teskeið matarsódi.
3/4 teskeið Cayenne pipar.
3 bollar af sykri.
3 matskeiðar smjör.
2 teskeiðar sjávarsalt.
1/2 bolli af vatni.
IMG_4304
Beikonið er sett í ofn á 200° í 15-20 mínútur.
IMG_4306
Eftir dvölina í ofninum er beikonið lagt á pappir til þerris. Mér finnst eldhúspappír óþarfa lúxus og kaupi aldrei slíkan munað. Hinsvegar finnst mér ekkert að því að versla servíettur í allskonar útgáfum. Gáfulegt? Nei. En þær eru bara svo miklu gleðilegri.
IMG_4315
Beikonið er skorið í teninga. Það reyndist mér agalega erfitt að vera ekki með lúkurnar stöðugt í skálinni. Helvítis beikon.
IMG_4324
Cayenne pipar og matarsóda er blandað saman í litla skál.
IMG_4333
Sykurinn, smjörið, saltið og vatnið fer á pönnu og látið malla við háan hita í góðar tíu mínútur. Eða þangað til mixtúran verður ljósbrún.

IMG_4343

Cayenne piparnum og matarsódanum er hrært varlega saman við. Þá freyðir svolítið í þessu. En verið óhrædd, það á víst að gerast. Beikonbitunum er skellt saman við strax þar á eftir.

IMG_4335

Poppið þarf að standa klárt á ofnplötu og karamellubeikonblöndunni sullað vel og vandlega yfir.

IMG_4347

 

IMG_4350

Hræra. Láta kólna.
IMG_4358

Stórundarlegt. Samt svo dásamlega ljúffengt. Ég hvet ykkur til að prófa. Getið gert það í leyni líka – ef þíð viljið ekki láta sjá til ykkar í svona furðulegum framkvæmdum.