Screen Shot 2014-01-16 at 13.08.20

Anna og Kristján kynntust á svokölluðu “klámkvöldi” í höfuðborginni. Horfðust í augu á milli læranna á olíusmurðum súludansaranum sem sveiflaði sér yfir þeim eins og brosandi blómálfur örlaganna.

Aðdráttaraflið á milli þeirra var logandi sterkt líkt og ástarguðinn hefði sett sitthvorn segulinn í brjóstvasa þeirra. Þau drógust að hvort öðru og ekki leið á löngu þar til úr varð samband.

Frá upphafi sambandsins ræddu Anna og Kristján opinskátt um viðhorf sín til kynlífs. Fljótlega kom í ljós að þau voru bæði mikið gefin fyrir nettar sveiflur, sem ætti jú ekki að koma hvorugu á óvart þar sem þau kynntust á klámkvöldi. Fyrri makar þeirra beggja höfðu verið frekar íhaldsamir í málefnum holdsins lystisemda, þannig að fyrir nýja parinu var þetta sameiginlega áhugamál mikið gleðiefni.

couple_silhouette

Dæmigert par í Grafarvogi, – eða hvað?

Eftir að hafa verið saman í tvö ár létu þau til skarar skríða og hófu óhefðbundna tilraunastarfsemi í kynlífinu. Það er að segja, þau skriðu uppí með öðru fólki. Að sjálfssögðu var ákveðið að hafa þetta sem best heppnað og eftir að hann hafði fundið einn flottasta sveiflustað Evrópu, Fun 4 Two, á Internetinu bauð hann henni út með sér í erótíska ævintýraferð.
Kristján er rúmlega fertugur viðskiptamaður sem hefur rekið farsælt fyrirtæki um nokkura ára skeið. Anna, sem er tíu árum yngri, starfar á sem snyrtifræðingur.

Bæði eru þau myndarleg og heilbrigð á allan hátt. Reykja ekki, drekka í hófi og fara reglulega í sund og líkamsrækt. Eins venjuleg og venjulegt fólk getur orðið, allavega svona við fyrstu sýn.
Í dag hafa þau verið saman í sex ár, eru gift og eiga saman tvö börn en sitthvort úr fyrri hjónaböndum. Búa í fallegu húsi í Grafarvogi og eiga tvo bíla -Sannkölluð nútíma vísitölufjölskylda… eða hvað? Bella fór á fund við Önnu og Kristján sem af augljósum ástæðum vilja ekki gefa upp full nöfn né láta birta af sér myndir.

Hvernig fannstu Fun 4 Two? “Ég var eitthvað að flakka um á Netinu, var ekkert að leita sérstaklega að svona stað en rakst síðan óvart á heimasíðuna þeirra. Reyndar minnir mig að ég hafi örugglega slegið inn leitarorðið “swingers” en átti samt ekki von á því að finna þetta.

Screen Shot 2014-01-16 at 13.05.24

Við Anna vorum búin að tala um að fara eitthvað erlendis í frí þannig að þegar ég fann þennan stað þá var það á hreinu að við myndum skella okkur til Amsterdam. Fun 4 Two er rétt þar fyrir utan og ekki mikið mál að koma sér þangað. Myndirnar sem ég sá á netinu virkuðu mjög vel á mig svo ég var ekkert að hika við að taka sénsinn. Okkur langaði til að prófa að gera eitthvað skemmtilegt saman og þetta var frábær leið til að byrja á því. Hverju hafði maður svosem að tapa?
Ég keypti vikuferð fyrir okkur til Amsterdam en laugardagskvöldinu var eytt í sveitinni á Fun 4 Two.”

Allskonar leikherbergi

Stóðst staðurinn svo væntingar ykkar? “Já, svo sannarlega og mikið meira en það. Staðurinn er alveg ofboðslega flottur og stemningin þegar við komum keyrandi upp að býlinu minnti á atriðið í myndinni Eyes wide shut. Risastórt járnhlið opnaðist fyrir okkur og aðvívandi komu ungir, einkennisklæddir menn sem tóku það að sér að leggja bílnum.

Þegar við komum innfyrir var tekið alveg ofboðslega vel á móti okkur. Hugguleg kona bauð okkur sýnisferð um svæðið sem við þáðum með þökkum.
Hún leiddi okkur um allt svæðið og sýndi okkur það sem var í boði sem er sko ekkert smáræði: Á fyrstu hæðinni er diskótek, dans og veitingastaður og á efri hæðunum eru hin ýmsu leikherbergi alls fjórtán talsins held ég. Leikherbergin eru t.d. myrkraherbergi, stórt rautt herbergi fullt af hjartalöguðum púðum, svona Tarsan herbergi með helling af púðum með tígrisdýramunstri, sadó masó herbergi með stól og rólu og einhverjum græjum, speglasalur, herbergi með stóru hringlaga hjónarúmi og margt fleira. Á loftinu er síðan svona risastórt orgíu herbergi undir hárri súð. Þar fylltist allt af fólki þegar líða tók á nóttina en við treystum okkur ekki alveg í þann pakka. Í stóru hilðarrými, sem er eflaust gömul hlaða, er stór heitur pottur og gufuböð af öllum gerðum. Í stórum garði umhverfis húsið er svo útisundlaug með sólbaðsbekkjum og fleiru,” segir Kristján.

“Af sjötíu konum og körlum þá hlýtur að vera í það minnsta eitt par sem manni lýst vel á”

Anna rifjar gufuböðin upp með ákafa “Gufuböðin og heiti potturinn voru algert æði! Allt rosalega fallegt og hreint og góð lykt af öllu. Reykelsi og olíur og svoleiðis. Við fórum til dæmis í svona piparmintu gufubað sem var alveg frábært og allt sem maður þurfti til fylgdi með í verðinu. Það er að segja sloppar og handklæði og svoleiðis.”

Screen Shot 2014-01-16 at 13.04.58Nautasteikur og ávextir á hlaðborði

“Eftir að hafa verið leidd í kringum svæðið fórum við í lobbíið og gerðumst meðlimir í klúbbnum, en það er skilyrði til þess að fá að vera með. Þegar maður er svo orðin meðlimur þá fær maður töluverðan afslátt af aðgangseyrinum ef maður mætir aftur. Þegar þetta var komið fórum við með yfirhafnirnar í fatahengið og fórum svo inn á veitingastaðinn að borða. Á boðstólnum var hlaðborð með mjög góðum mat. Til voru þarna nautasteikur sem maður steikti sjálfur á svona upphituðum steinum. Salöt og ávextir frá öllum heimshornum og guð má vita hvað. Bara eins og á mjög góðum veitingastað hvar sem er í heiminum.”

Venjulegt fólk er oftast alveg ágætt

Hvernig var fólkið á staðnum? “Mann hefði kannski grunað að óaðlaðandi týpur gætu flækst þarna inn en satt best að segja var meirihlutinn vel nothæfur og rúmlega það, þó að inn á milli hafi slæðst einhverjir lúðar sem maður vildi ekki leika sér við,” segir Kristján og brosir út í annað.

“Myndirnar á heimasíðunni sýna rosalega flott fólk og það eru alveg svoleiðis týpur þarna inn á milli. Svíngerar fara í ræktina eins og aðrir og af svona stórum hópi þá er náttúrlega að finna allskonar fólk þó ekkert hafi beinlínis verið ljótt í þeim skilningi. Venjulegt fólk er nú oftast bara alveg ágætt. Á laugardagskvöldum er aldurstakmarkið 20-40 ára, á Sunnudögum er fólkið 40-50 og á Föstudögum er allur aldur leyfður. Það má eiginlega sjá þetta þannig að ef maður kemur á því kvöldi sem manns eigin aldurshópur er á staðnum þá er enginn hætta á að maður finni engann til að leika sér við. Af sjötíu konum og körlum þá hlýtur að vera í það minnsta eitt par sem manni lýst vel á ekki satt?”

Screen Shot 2014-01-16 at 13.11.18Fleiri konur en karlar

Hvað voru margir á staðnum? “Þetta er mjög stórt svæði svo það getur verið mikið af fólki þarna í senn. Þau hleypa í mesta lagi 140 manns inn í einu en það virkar ekki mikið þar sem staðurinn og allt svæðið er mjög stórt. Hlutfallið á milli karla og kvenna var nánast hnífjafnt en ef eitthvað þá voru kannski aðeins fleiri stelpur. Það er víst í lagi fyrir pör að taka með sér vinkonu því oftast er þægilegra að hafa of margar konur en of marga karla undir þessum kringumstæðum,” segir Anna og hlær.

Ekki leyfilegt að vera undir áhrifum

Verða allir að vera með? “Nei alls ekki. Okkur sýndist mikið af fólki koma þarna til að slappa af, fá sér að borða og skoða sig um. Sumir virtust eyða meirihluta kvöldsins á veitingastaðnum og dansgólfinu og fara svo annað slagið í skoðunarferðir um svæðið. Þessar skoðunarferðir voru mjög skemmtilegar því á flestum leikherbergjunum voru gægjugöt,” segir Anna og glottir.
“Reglurnar inni á svona stað eru mjög skýrar. Fólk má t.d. alls ekki vera sýnilega undir áhrifum áfengis. Það má gjarnan fá sér í glas en alls ekki drekka þannig að það sjáist á því. Eiturlyf og svoleiðis eru líka algerlega bönnuð.
Fólk er ekkert að gera neitt sem það hefur ekki stjórn á þarna. Þú gerir ekkert nema þig langi til þess og fólk skellir sér ekkert bara í leik með næsta pari. Maður býður fólki að vera með sér eða neitar því eftir því hvað mann langar til og það er skilyrði að móðgast ekki þótt maður fái nei. Oftast er þetta ekkert mál. Fólk byrjar á að kjafta saman yfir matnum eða á barnum. Þegar dinnerinn er búin er danstónlist sett á og á vissum tímapunkti kemur lag sem er einskonar merki um að nú megi fólk fara að fækka fötum og þegar lagið heyrist þá fara allir að tína af sér spjarnirnar. Sexý undirfatnaður er skilyrði fyrir því að vera þarna, þó að karlar megi bara vera á boxer, þeir þurfa ekkert að pína sig í g-streng,” segir Anna og hlær.

Það var gaman hjá þeim í Tarzan herberginu

Léku sér í Tarsanherberginu með öðru pari

“Það var ótrúlega skemmtileg stemning í kringum þetta og greinilegt að fólk var að skemmta sér mjög vel. Að dansa losar alltaf um ákveðnar hömlur svo að það var ekki mikið mál að byrja að spjalla við fólk eftir það. Við hittum par sem okkur fannst mjög skemmtilegt og við fórum með því inn í Tarsanherbergið og lékum okkur vel og lengi. Reyndar fórum við aftur til Hollands nokkrum árum síðar og þá byrjuðum við ferðina á að fara á svona Sex Messe í Rotterdam. Svipað og Heimilssýningin í Laugardalshöll nema hvað að þessi snerist öll um kynlíf. Þar hittum við rosalega flott par sem við mældum okkur mót við á Fun 4 Two. Fólk sem er inni á þessum lífsstíl er ekki mjög bælt að eðlisfari svo það er einfalt mál að tala um hlutina og óþarfi að fara eins og köttur í kringum heitan graut,” segir Kristján og Anna tekur við “En ef fólk er aðallega forvitið þá er til dæmis bara hægt að gera ekki neitt eða fara inn í lokað herbergi og leika sér þar með maka sínum. Það er engin skylda að taka þátt þó að auðvitað sé það lang skemmtilegast.”

Heiti potturinn í Fun 4 Two
Heiti potturinn í Fun 4 Two

Eins og að borða á Holtinu

“Okkur finnst þetta báðum alveg frábær skemmtun en við pössum okkur þó að fara aldrei með þetta í neina öfga. Við erum til dæmis ekki með öðru fólki nema nokkrum tvisvar til fjórum sinnum á ári í mesta lagi. Svona skemmtun er spari skemmtun, líkt og að fara á Holtið til að fá sér að borða. Ef maður færi á Holtið um hverja helgi þá yrði það á endanum óspennandi og við viljum ekki fyrir nokkra muni eyðileggja þetta skemmtilega áhugamál okkar,” segir Kristján örlítið alvarlegur í bragði og fær sér sopa af kaffinu.

Svona að lokum, hvað kostar þetta?

“Fyrir utan það augljósa sem er fargjaldið til Hollands þá er þetta í raun alveg meiriháttar ódýr skemmtun miðað við hvað maður er að fá. Ætli við höfum ekki verið að borga um 130 evrur fyrir okkur bæði. Innifalið í því verði var meðlimsgjaldið, maturinn, allt áfengi og kokteilar og annað sem þurfti til eins og sloppar, handklæði og fleira. Þetta kalla ég ansi vel sloppið ekki satt?”

Fyrir þig sem langar að vita meira um þetta Hollenska musteri lostans er slóðin www.fun4two.nl

Hvað er “swing” ?

Á íslensku hefur enn ekki verið fundið upp kjarngott orð yfir það sem á ensku er kallað “swing” en í þessari grein munum við bara notast við orðin svíng eða sveifla.

NASCA eða North American Swing Clubs Association, skilgreinir sveifluna sem kynlíf, eða nánar samvistir með öðrum en maka eða kærustu/kærasta, og segir um leið að fyrir svíngerum sé kynlífið einskonar tómstundagaman. Margir misskilja sveifluna og halda að hún gangi fyrst og fremst út á makaskipti en þetta er ekki rétt því svíngerar geta jú líka verið einhleypir og þá sveiflast þeir oftast með pörum, einu eða fleiri. Pör sem sveiflast eru líka oftast saman þegar þau stunda kynlíf með öðru fólki. Þ.e.a.s. þá eru þau oftast þrjú eða fjögur þegar bregða skal á leik, en stinga ekki af í sitthvora áttina til að leika sér við aðra.

footer

Halda ekki framhjá

Ef annar aðilinn í sambandinu tekur upp á því að stunda kynlíf með öðru fólki án þess að makinn viti af því og gefi fyrir því samþykki sitt, þá flokkast það jafnt undir framhjáhald og hjá þeim sem ekki svínga, en sveiflu unnendur leggja einmitt mikla áherslu á að halda aldrei framhjá. Flestir svíngerar halda því fram að svíngið styrki sambandið frekar en að grafa undan því. Þetta á þá við um fólk sem er 100% sannfært um að svíng lífstíllinn sé sá rétti. En ef aðeins annar aðilinn er inni á þessu þá er hætt við að uppúr slitni.

Ekki sofa hjá vinapari

Til að komast að því hvort að hugsanlegur lífsförunautur sé til í að svínga með þér ráðleggur NASCA fólki að byrja að tala upphátt um kynferðislega óra sem hafa með annað fólk en makann að gera. Út frá því er svo hægt að rannsaka hvort makinn gæti verið til í að prófa eitthvað slíkt. Óráðlegt mun vera að spyrja beint út “Hey, ertu til í að sofa hjá öðru pari með mér? Ég er nefninlega svínger!”… svona strax á fysta deiti.

Ef þig skyldi langa til að svínga þá er víst ekki ráðlegt að svínga með vinapari sínu og mörg pör hafa þá reglu að nota bara “eitt skot” í hvert svíng til að koma í veg fyrir að tilfinningaleg tengsl myndist við bólfélagann/ana.

Að lokum leggja svíngerar ríka áherslu á að fólk gæti heilsu sinnar í hvívetna og stundi öruggt kynlíf.

Hvort sveiflu fólk endist lengur eða skemur í samböndum sínum en aðrir sem ekki stunda slíka lifnaðarhætti getur Bella ekki fullyrt um en hér má lesa meira um bakgrunn þessa fólks.

Lestu hér viðtal við Jón sem stundar svíng lífsstíl í Bandaríkjunum ásamt konu sinni.