Ég er búin að prófa þennan og mæli eindregið með.  Turmerik er mjög spennandi krydd sem er bæði bólgueyðandi og er líka bakteríudrepandi og álíka og sólhattur gegn hálsbólgu og hósta.

fiskr

Nú er líka hægt að fá turmerik í fljótandi formi til að nota sem fæðubót.

Þetta er sérlega hollur fiskréttur fyrir 5-7 manns. Kemur úr bókinni Ljúfmeti úr lækningarjurtum.

  • 4 fiskflök t.d. þroskur eða ýsa
  • 1 bolli gróft haframjöl
  • 3/4 bolli jómfrúarólífuolía
  • 1 msk karrí
  • 1/2 tsk túrmerik
  • 1/2 tsk sjávarsalt
  • svartur pipar

Leggið fiskinn í eldfast form.  Setjið haframjöl, olíu og krydd í skál og blandið vel saman.  Hellið blöndunni yfir fiskinn og bakið í um 15-20 mín við 180°C. Berið fram með hýðishrísgrjónum og góðu salati.

Njótið!