Þeir eru verulega hrifnir en ekki verulega ástfangnir

Það er kaldranalegt en satt og í raun sennilega algengasta ástæðan fyrir því að karlmenn koma sér í burtu. Þó að karlmaður sé verulega hrifinn af þér þá tryggir það ekki að hrifningin muni þróast í ást.

Það er í raun ótrúlegt hvað karlmenn hafa mikið innsæi hvað þetta varðar, þ.e. að gera sér grein fyrir því hvort að hrifning á konu geti breyst í ást.

“Ég var með einni konu í tvö ár af því að kynlífið var frábært og vegna þess að hún pressaði aldrei á mig í eitthvað meira en um leið og ég hitti hana fyrst þá vissi ég að hún væri ekki ÞESSI EINA RÉTTA,” segir Davíð (30 ára).

En af hverju eyða karlmenn þá tíma í samband sem að þeir vita að muni ekki endast?

Af því að þeir eru færir um að lífa í núinu um tíma og flokka það sem góða og skemmtilega upplifun. Um leið og þú sýnir að þú ert mun hrifnari af manninum sem þú ert með en hann af þér þá segir hann þér upp út af samviskubiti.

“Ég var að hitta stelpu í rúmt ár en um leið og hún sagðist elska mig þá varð ég að segja henni upp”, rifjar Jón (37 ára) upp. “Það var erfitt. Mér þótti vænt um hana og ég vildi ekki særa hana. Ég vissi að ef ég myndi ekki fara þá myndi hún vera hamingjusöm í smá tíma en virkilega brotin seinna meir. Hún átti skilið að vera með einhverjum sem elskaði hana jafn mikið og hún elskaði mig”.

Þar höfum við það! Viltu vita meira? Þá eru hér fleiri ástæður…

Ástæða 1

Ástæða 2

Ástæða 3