bakaafganga

Eitt af því sem mér finnst gott og gaman að gera við afganga af kalkún er að útbúa heita böku sem er svo borin fram með salati.

Þetta er lítið mál. Einfalt er t.d. að kaupa bökudeig frá Maizena eða tilbúið deig sem þarf bara að fletja út og setja í mót en fyllinguna gerir þú úr afgöngunum.

Steiktu saman á pönnu:

  • Kalkún (lamb eða annað sem var í matinn).
  • Hvítlauk
  • Lauk
  • Fyllingu úr kalkún
  • Brokkolí
  • Bættu við smá tómatpúrru
  • Kryddaðu
  • Blandaðu saman við þetta ca 4 dl af kotasælu og 2 egg og hrærðu vel…

Dreifðu yfir deigið í forminu, og stráðu svo pizzaosti yfir allt…

Gott er að láta bökuna kólna aðeins áður en hún er borin fram til að vökvi í henni nái að gufa upp. Svo er bara að bera hana á borð og njóta matarins.