IMG_9574

Þessi er góður. Mjög góður!

IMG_9533

Í þennan stórfína föstudagskokteil þarf eftirfarandi:
Hristara
Klaka
3 stykki jarðaber
Hálfa sítrónu
1 matskeið af sýrópi
Vodka – góða skvettu.
Sprite (Zero auðvitað)
IMG_9551
Til að byrja með eru jarðaberin skorin í sneiðar og þeim hent í hristarann. Sýrópið fer svo þar saman við. Þessu er þjappað vel saman ofan í hristaranum – ég notaði skaft á trésleif í þær framkvæmdir.
IMG_9554
Sítrónan er kreist út í og vodkanu sjússað saman við. Ekki gleyma vodkanu. Alls ekki. Þetta er svo hrist saman í mínútu eða svo.
IMG_9564
Áfengisblandan fer í glas – magn eftir smekk.
IMG_9572
Að lokum er fyllt upp í glasið með Sprite.
IMG_9582

Ah, bráðnauðsynlegt á föstudegi!