Screen Shot 2013-12-19 at 11.50.29

Ég kynni Lhouraii Li, 21 árs gamla stúlku sem býr í Bratford í Bretlandi, henni líður best í bleiku og með MIKIÐ af farða!

Screen Shot 2013-12-19 at 11.49.47

Lhouraii Li segist þó ekki alltaf hafa verið svona, hún var á tímabili í Goth tískunni en þannig kynntist hún einmitt kærastanum sínum sem finnst kærastan sín voða sæt og fín svona bleik, með sítt hár en mætti þó alveg fara endrum og eins út úr húsi með minni farða… en ef hún er ánægð með útlitið sitt þá er hann líka ánægður.

article-2525716-1A2C6D6900000578-405_314x544

Stíll hennar í dag er sóttur í japanskar Manga teiknimyndir, Barbie, einhyrninga og Disney prinsessur.

Lhouraii Li notar sértakar linsur til að fá annan augnlit ásamt því að nota mikinn farða en hún er sjálflærð. Hún farðar augun þannig að þau verði dúkkuleg og er orðin snillingur í að móta andlit sitt án þess að vera búin að fara í lýtaaðgerð en það gerir hún með farða.

Screen Shot 2013-12-19 at 11.50.05

Skvísan segist aldrei fara ómáluð út úr húsi, henni finnist þetta vera alveg sjálfsagður hlutur enda eyði aðrir tíma fyrir framan tölvuna eða sjónvarpið á meðan hún málar sig, hún hefur gaman af því að farða sig og það er áhugamál hennar þannig að fjórir tímar á dag eru í raun og veru ekki mikið af hennar sögn.

Screen Shot 2013-12-19 at 11.50.14

Lhouraii hefur safnað hári í gegnum tíðina til að fá Barbie útlitið á það og hún er einnig búin að raka af sér augabrúnirnar til að geta hækkað þær. Lhouraii segist vera löngu hætt að kippa sér upp við það að fólk glápi á sig en segir þó að þegar hún klæddi sig og málaði sem Goth hafi hún fengið mun meiri athygli.

Þegar Lhouraii er spurð út í framtíðina veit hún ekki alveg hvort hún verði alltaf eins og hún er í dag en í augnablikinu sé hún í Barbie fíling!

Hér að neðan má síðan sjá viðtal við skvísuna og kærastann hennar.

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=Ga6ICWlCyvI[/youtube]