masala

Þessi girnilegi kjúklingaréttur frá Pakistan er bæði bragðmikill og góður og gott að útbúa í stórum skammti og frysta á eftir ef vill.

fyrir 4-5

 • 5 kjúklingabringur
 • 5 msk jómfrúarolía
 • 2 stórir laukar
 • 3 tsk hvítlaukur, pressaður
 • 3 tsk engifer, rifið
 • 1/2 rautt chilli, fínt saxað
 • 4 tómatar, fínt saxaðir
 • 400 g grísk jógúrt
 • 1 tsk kumminfræ
 • 3 stórar kardimommur
 • 2 lárviðarlauf
 • 1 tsk chilliduft
 • 1 tsk túrmerik
 • 5 negulnaglar
 • 1 tsk sjávarsalt
 • 1 búnt ferskt kóríander, saxað
 • 2 dl vatn

Hitið olíu í stórum potti. Bætið lauk út í og mýkið þar til gullinbrúnn. Takið þá laukinn úr pottinum og setjið í skál til hliðar og látið kólna.

Bætið hvítlauk, engifer og chilli út i pottinn og hrærið í nokkrar mín. Passið að hafa ekki of mikinn hita. Bætið tómötunum og kókosmjólk út í, hrærið vel. Látið malla í um 5 mín.

Maukið laukinn vel í matvinnsluvél og bætið í pottinn. Kryddið með kummindufti, kardimommum, chillidufti, túrmerik, negulnöglum, sjávarsalti og lárviðarlaufi. Látið malla þar til olían skilur sig frá eða í um 5 mín. Kryddið kjúklingabringur með salti og pipar, setjið í pottinn og veltið þeim vel úr kryddmaukinu.

Látið malla við lágan hita í 25-30 mín eða þar itl kjúklingurinn er eldaður í gegn. Bætið þá vatni saman við. Ég setti þetta í góða gráa Tupperware pottinn minn sem fer beint í ofninn. Takið lokið af pottinum og látið helming af kóríander út í og látið malla í 10 mín í viðbót. Bætið þá afganginum af kóríander saman við og berið fram.

Borið fram með hýðishrisgrjónum sem blandað er með mangó bitum, fersku eða frosnu og góðu grænu salati.