Screen Shot 2013-11-24 at 12.28.18 AMÞað var ljósmyndarateymið Mert and Marcus sem gaf okkur fyrsta sýnishorn úr auglýsingaherferð Versace fyrir vor/sumar línu ársins 2014.

Mert og Marcus birtu eina mynd út herferðinni á laugardaginn á Instagram síðu sinni en það er engin önnur en Lady Gaga sem er andlit herferðarinnar. Myndin sýnir Lady Gaga klædda í glæsilegan fjólubláan kjól og bera áberandi skart um hálsinn.

Gaga minnir óneitanlega á Donatellu Versace sjálfa á myndinni þar sem hún skartar löngu aflituðu hári og sólbrúnni húð.