Tiltektardagar koma oft upp á laugardegi þegar maður lítur í kringum sig heima hjá sér og skilur ekkert í draslinu og skítnum sem þar hefur myndast.

Þú hugsar kannski með þér: ,,Skrítið! Ég kannaðist ekki við að hafa fengið þrjátíu villta hesta í heimsókn sem hlupu í öngum sínum um heimilið og lögðu það í rúst”
Hvað gerir maður þá? Jú, maður brettir upp ermar, dregur andann djúpt og…blandar sér Espresso Black Russian.
Restin reddast.

Áður en tiltektin hefst þarftu eftirfarandi:

  • 1 skot af hamrandi rússnesku Smirnoff vodka
  • 2 skot af Kahlúa
  • 2 skot af rjóma
  • 1 espresso skot
  • Handfylli af klökum
  • Súkkulaðispæni til skrauts

Aðferð

Hellið fyrst vodka og Kahlúa í glas. Bætið við espresso skotinu og loks rjómanum. Þar á eftir koma nokkrir klakar, súkkulaðispænir og voilá – þú ert tilbúin í þrifin!
Til þess að gera tiltektina enn skemmtilegri er sniðugt að skella góðri tónlist á fóninn og taka jafnvel nokkur dansspor með tuskuna á lofti.

Frábær leið til að létta manni lundina á meðan þrifunum stendur   Góða skemmtun!