Við vitum að best er að ná sjö til átta tíma svefn á hverri nóttu en góður (eða slæmur) svefn getur haft mikil áhrif á útlit okkar.

Ef við tileinkum okkur réttu trixin getum við aukið þau áhrif…

1) Taktu allan farða af andlitinu.
 

Númer eitt tvö og þrjú! Aldrei fara með óhreint andlit í rúmið. Sniðugt er að geyma hreinsiklúta fyrir andlitið á náttborðinu. Auðvitað ættum við að venja okkur á að nota hreinsimjólk, andlitsvatn og gott næturkrem fyrir svefninn en hreinsiklútar eru fljótlegir í notkun og klárlega betra en ekkert.

2) Notaðu tvo kodda.

Sofðu með hátt undir höfði (samt ekki of hátt) til þess að koma í veg fyrir þrútið augnsvæði. „Hérna kemur þyngdaraflið okkur til hjálpar og hindrar að vökvi safnist fyrir í kringum augun,“ segir förðunarfræðingurinn Dimitri James.

3) Ekki gleyma handáburðinum.

Flestar eigum við túpu af handáburði inni í skáp sem gleymist gjarnan. Geymdu handaáburðinn á náttborðinu og berðu vel og vandlega á hendurnar og naglaböndin áður en þú ferð að sofa. Hendurnar verða silkimjúkar daginn eftir.

4) Taktu hárið frá andlitinu.

Í hárinu leynast óhreinindi og fita sem við viljum ekki fá á andlitið því þessi óhreinindi geta orsakað útbrot og bólur. Taktu hárið frá andlitinu og skiptu um koddaver reglulega.

5) Notaðu augnkrem.

 
Augnkrem eru mikilvægt, líka fyrir þær sem eru undir þrítugt. Þetta viðkvæma svæði verður mýkra og mun frísklegra ef á það er borið gott og rakagefandi augnkrem.

Þessi góðu ráð koma af vefsíðunni Daily Makeover.