æðisleg borðstofa

Þetta fallega sveitasetur er staðsett rétt fyrir utan Melbourne í Ástralíu.

Stíllinn er nútímalegur sveitastíll og er algjörlega dásamlegur. Litavalið er náttúrlegt í bland við hvíta og svarta litinn. Gamlir munir eru gerðir upp og notaðir í bland við það nýja.

Nútíminn smeygir sér inn í eldhúsið

Eldhúsið fær þó aðeins nútímalegri blæ en tíðkast hefur á gömlum sveitasetrum. Útkoman er æðisleg, svo smart og huggulegt.

Gestaherbergið er ekki af lakara laginu

Svefnherbergin eru líka virkilega  falleg. Þar eru gamlir og nýjir hlutir settir saman og skapast þannig þægileg stemning. Brúnu tónarnir eru hlýlegir á móti hvítu veggjunum.

Meiriháttar hugguleg hús í sveitinni