"If you could give one piece of advice to a large group of people, what would it be?" "There are things you do, and there are things you don't do. Don't do the things that you don't do."
“There are things you do, and there are things you don’t do. Don’t do the things that you don’t do.”

New York New York – borgin sem aldrei sefur.

Það sem gerir Stóra Eplið svo skemmtilegt er fólkið sem þar býr. Mannlífið í borginni er verulega fjölbreytt og það besta er að enginn virðist kippa sér upp við það.

Nýverið fór ég að ,,elta” ljósmyndara á Instagram sem tekur myndir af New York búum og fær hjá þeim góð ráð, sögu úr lífi þeirra eða bara hvernig þeim líður á því augnabliki sem myndin er tekin.

Sumir hafa upplifað mikla sorg en aðrir eiga sögur sem enda vel.

Það sem mér finnst svo heillandi við þessa hugmynd er að fá góð ráð úr viskubrunni venjulegs fólks, sem er einfaldlega bara úti á götu að sinna sínum málum.

Fyrir stuttu kom út bók með myndunum sem heitir Humans of New York. Hægt er að fá bókina í netverslun Amazon.

Hér er á ferðinni frábær jólagjöf fyrir alla sem hafa áhuga á mannfólki og fallegum ljósmyndum.

Þvílík mannflóra!