L1110238

Ertu að hugsa um heilsuna en elskar samt að fá þér eitthvað sætt og gott svona inn á milli?

Já? Það eru sko fleiri! Hér er eftirréttur sem er virkilega sniðugur fyrir heilsutýpurnar og kemur í raun mjög á óvart. Það vantar sko ekkert upp á ljúfa bragðið og ef þú átt aðra ávexti sem þér finnst henta betur í réttinn þá er bara að nota þá. Þetta er einfalt og auðvitað má skipta sætuefni út fyrir agave eða annað. Þessi uppskrift kemur frá Ernu sem skrifar á Gott í Matinn
  • 5 dl vínber
  • 2 stk rauð epli, skorin í bita
  • 2 stk perur, skornar í bita
  • 20 g dökkt súkkulaði, saxað
  • 3 dl létt vanillu- eða jarðarberjajógúrt
  • 2 msk pálmasykur eða hrásykur
Stillið ofninn á grill. Setjið ávextina og súkkulaðið í skál. Dreifið síðan niður í fjögur lítil eldföst form eða bolla. Eins má setja allt í eitt stórt eldfast mót. Hellið jógúrtinni jafnt yfir. Stráið sykrinum yfir. Setjið í ofninn og grillið þar til sykurinn fer að brúnast. Berið strax fram.

Njótið!

Höfundur: Erna Sverrisdóttir